„Ég varð svolítið sjokkeruð fyrst af því maður býst ekki við einhverju svona þegar maður er að auglýsa hluti á Facebook,“ segir Guðrún Ágústa Sæmundsdóttir í spjalli við DV en hún varð fyrir því að maður nýtti sér auglýsingu hennar á gefins barnarúmi sem tilraun til viðreynslu. Maðurinn, sem er erlendur en með íslenska kennitölu, sýndi áhuga á að sækja rúmið en sagðist þurfa að prófa rúmið fyrst með henni og vildi að þau hefðu gaman saman þar.
Guðrúnu var sérstaklega brugðið vegna þess að þegar kom að þessum orðaskiptum var hún búin að gefa manninum upp heimilisfangið sitt enda vildi hún ólm losna við rúmið. „Ég vildi endilega losna við þetta því ég er að fara að skipta um rúm hjá barninu mínu. Mér fannst verulega óþægilegt að hann væri kominn með heimilisfangið mitt.“
Þegar Guðrún brást illa við óvæntri uppástungu mannsins dró hann í land og þóttist ekki hafa átt við þetta. Orðaskipti þeirra á ensku voru eftirfarandi:
Maðurinn (M): Is it available?
Guðrún (G): Yes
M: I can pick it up now if you want, but with one more thing
So may I?
G: Yes
Can u pick it up now?
[heimilisfang]
M: But I need to test it with you
G: What u mean test it
M: What do you like?
G: What are you implying?
M: Some fun
G: Are you kidding me that is so inappropriate and disgusting!
M Excuse me?
G: Excuse you what? You are implying I would have sex with you in a Childs bed that I am giving away for free on Facebook that is disgusting and exrtremely inappropriate!
M: What is so disgusting for you?
Sex?
No thank you
G: What so disgusting are you kidding me first of all it´s disgusting that you´re asking me to sleep with you I have boyfriend and it´s just disgusting in general what you would ask me that
M: When I ask you to sleep with me? Are you kidding I am married Happy married
„Hann reyndi síðan að snúa þessu yfir á mig, að þetta hafi verið mín hugmynd. En þegar ég spurði hvað hann ætti við með „test it“ sagði hann „Have some fun“. Ég stórefast um hann hafi viljað að ég hoppaði á rúminu með honum eins og á trampólíni,“ segir Guðrún.
Hún segist aðspurð aldrei hafa lent í öðru eins á Facebook og ekki heldur neinn sem hún þekkir. Sem betur fer var hins vegar annar aðili sem sótti rúmið þannig að þessi óþægilega uppákoma hefur ekki komið í veg fyrir að hún kæmi því í verk sem var tilgangurinn með þessari auglýsingu á Facebook.