fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Aldís krefst afsökunarbeiðni og miskabóta vegna „ógeðfelldra“ ummæla Agnesar

Heimir Hannesson
Föstudaginn 10. desember 2021 19:00

Aldís Schram og lögmaður hennar Gunnar Ingi Jóhannsson í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldís Schram hefur falið lögmanni sínum að senda Agnesi Bragadóttur, fyrrum blaðamanni, kröfubréf vegna ummæla Agnesar sem hún lét falla á Facebook síðu Bryndísar Schram, móður Aldísar fyrr í mánuðinum.

Agnes sakaði þar Aldísi um að hafa beitt sig alvarlegu ofbeldi er Aldís lá inni á Landspítalanum.

Í bréfi Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns sem hann sendi fyrir Aldísar hönd er þess krafist að Agnes biðji Aldísi afsökunar á orðum sínum og að birting á þeirri afsökunarbeiðni fari fram opinberlega, meðal annars á þeim miðlum sem fjölluðu um ummæli Agnesar.

Þá krefst Aldís hálfrar milljónar í miskabætur auk 150 þúsund króna greiðslu vegna lögmannskostnaðar.

Þó nokkrir fjölmiðlar birtu fréttir um skilaboð Agnesar til Bryndísar sem fjölluðu svo til alfarið um Aldísi. Í samtali við DV segist Aldís íhuga stöðu sína gagnvart þeim fjölmiðlum en lýsir sig þó, sem fyrr, reiðubúna til sátta.

Í bréfi Gunnars segir jafnframt að Agnes hafi tíu daga til þess að fallast á kröfu Aldísar, ellegar áskilji hún sér rétt til þess að fara með málið lengra.

Aldís segir í samtali við DV ummæli Agnesar háalvarleg og að um hegningarlagabrot kunni að vera að ræða. Því áskilji hún sér rétt til þess að kæra ummælin til lögreglu.

Gunnar Ingi var einnig lögmaður Aldísar í meiðyrðamáli Jóns Baldvins Hannibalssonar, föður hennar, gegn sér. Það mál var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðastliðnum febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Í gær

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Í gær

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“