Jörð skalf í námunda við Grindavík nú rétt í þessu og segja óyfirfarnar mælingar að hann hafi verið um 3.1 að stærð og átt upptök sín skammt norðnorðaustan við bæinn.
Eitthvað hefur verið um smávægilega skjálfta á svæðinu eftir að gosinu í Fagradalsfjalli lauk, en þó ekkert í líkingu við hrinuna sem gekk yfir svæðið í aðdraganda gossins.
Sjá nánar á heimasíðu Veðurstofunnar.