fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Línurnar skýrast í borginni: Hildur skorar á Eyþór og ætlar sér að verða borgarstjóri

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 8. desember 2021 19:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir tilkynnti rétt í þessu að hún hyggðist gefa kost á sér í komandi oddvitaslag innan Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 nú rétt í þessu sem og á Facebook og Instagram síðu Hildar.

Hildur fór um víðan völl í viðtali sínu í Íslandi í dag og nefndi meðal annars að vinna þyrfti bug á því menningarstríði sem núverandi meirihluti í borgarstjórn hefði komið af stað og geisaði nú milli ólíkra póstnúmera í borginni og sagði ekkert því til fyrirstöðu að tækla málin héðan af þannig að fleiri séu sáttir með störf stjórnvalda í ráðhúsinu.

Í framboðstilkynningu hennar á Facebook segir:

Með sjálfstæðismönnum vil ég skapa borg sem virkar fyrir fólk og fyrirtæki. Höfuðborg sem setur fjölskyldur í forgang – skóla sem mæta fjölbreyttum þörfum og leikskóla sem tryggja inngöngu strax í kjölfar fæðingarorlofs. Ég vil borgarumhverfi sem styður við fjölbreytileika mannlífsins – og laðar að sér hæfileikafólk með úrvali atvinnutækifæra, lifandi menningu, spennandi búsetukostum og greiðum samgöngum fyrir alla.

Ég vil borg sem ryður veginn fyrir þá sem vilja sækja fram og styður við hugmyndaauðgi og verðmætasköpun. Umhverfisvæna höfuðborg sem byggist á frjálsum valkostum, jöfnum tækifærum, frjálsu framtaki og hagkvæmum rekstri.

Ég vil lifandi smáborg með heimsborgarhjarta – frjálsa og blómstrandi — Reykjavík sem virkar.
Færslu Hildar á samfélagsmiðlum má sjá hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Í gær

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt