Fyrsta bílalúgubakarí landsins hefur verið opnað á gömlu bensínstöðinni við Laugaveg 180, sem landsmenn þekkja líklega sem húsið þar sem Næturvaktin var tekin upp. Um sjöunda bakarí fyrirtækisins Brauð & Co er að ræða.
Þar segir að unnið hafi verið síðustu mánuði að því að koma húsinu í stand og hefur nú verið opnað bakarí og kaffihús í húsinu og hefur bílalúgan þegar verið nefnd: „Brauð og Gó.“
Bakaríið verður opið milli 7 til 17 alla daga vikunnar.
Viðbótin er nýjasta uppátæki forsvarsmanna Brauð & Co sem fagnað hefur ótrúlegri velgengni hér á landi undanfarin ár. Fyrirtækið seldi bakkelsi í fyrra fyrir 744 milljónir sem hlýtur að teljast nokkuð afrek. Þrátt fyrir hina miklu sölu tapaði fyrirtækið reyndar tæplega 51 milljón á árinu 2020.