fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Einar og Beverly líka grunuð um illa meðferð á börnum í Garðabæ – Ragnar lýsir pyntingum á Hjalteyri

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. desember 2021 19:51

Richard-hús á Hjalteyri. Skjáskot Stöð 2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðabær fékk ítrekað kvartanir um hjónin Einar og Beverly Gíslaon vegna framkomu sinnar við barn sem var í vistun hjá þeim á leikskóla sem þau ráku í Garðabæ. Kvartanir og ábendingar vvoru lagðar fram á árunum 2006 og 2007 en höfðu engin áhrif á stöðu hjónanna.

Þetta kom fram á Stöð 2 í kvöld og Vísir.is greinir einnig frá.

Hjón tóku barn sitt úr leikskólanum vegna grunsamlegrar hegðunar hjónanna en barnið sýndu mikinn ótta gagnvat Beverly og stífnaði upp þegar hún kom nálægt því. Foreldrarnir sóttu barnið nokkrum sinnum þar sem það lá sofandi með Einari. Þau tóku barnið án þess að Einar yrði var við það.

Mikið hefur verið fjallað um ásakanir á hendur hjónunum um hræðilega meðferð á börnum á barnaheimili sem þau ráku í Richard-húsi á Hjalteyri á árunum 1972 til 1979. Á Stöð 2 í kvöld greindi Ragnar Gunnarsson frá skelfilegum pyntingum sem hann mátti þola af hendi hjónanna á Hjalteyri er hann dvaldist þar sem barn. Var ofbeldi Beverly skefjalausara gegn honum, að hans sögn, og beitti hún hann mikilli grimmd. Má þar nefna barsmíðar með belti, hendur brenndar með heitu vatni og líkami hans skrúbbaður harkalega með bursta svo hann sveið undan. Ennfremur var hann læstur inni í dimmri kompu og fékk ekki að fara á salerni. Andlegt ofbeldi var mikið og drengurinn var brotinn niður með því að segja að hann væri barn djöfulsins, hann væri einskis virði og öllum væri sama um hann.

Ragnar sendi yfirvöldum í Garðabæ bréf árið 2005 og varaði við hjónunum. Hjónin störfuðu við ummönnun barna í Garðabæ í 17 ár, alveg fram til ársins 2015. Þau eru bæði látin í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð