Sólrún Alda Waldorf brenndist alvarlega fyrir tveimur árum þegar eldur kom upp í íbúð í Mávahlíð í Reykjavík. Hún tekur þátt í árlegu eldvarnarátaki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) og Landssambands slökkviliðsmanna þar sem hún hvetur fólk til að sinna eldvörnum.
HMS hefur birt viðtal við Sólrúnu þar sem hún ræðir slysið.
Þá var rætt við Sólrúnu um málið í Kastljósi í gærkvöldi.
Sólrún segir frá því að hafa farið að sofa eitt kvöldið og vaknað þremur vikum seinna á sjúkrahóteli í Svíþjóð. Um nóttina hafði kviknað í út frá olíu við eldun og segir hún að það hefði verið hægt að slökkva eldinn með slökkvitæki. Engar eldvarnir voru í íbúðinni, hvorki reykskynjarar, eldvarnarteppi eða slökkvitæki. „Það voru engar eldvarnir.“
Um 30% af líkama hennar hafði brunnið, þar með talið andlitið, og fór hún í margar húðígræðslur.
Hér má horfa á myndbandið í heild sinni en þar er einnig rætt við tvo slökkviliðsmenn sem komu á vettvang um hvernig aðstæður voru.