fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Jón Páll fær lengri fangelsisdóm fyrir nauðgunina

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 3. desember 2021 17:58

Jón Páll Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur kvað í dag upp nauðgunardóm en brotið sem um ræðir átti sér stað árið 2008. Nafn gerandans kemur ekki fram í dómnum en Vísir vakti athygli á að um Jón Pál Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, er að ræða.

Jón var dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgunina fyrir ári síðan. Þá var honum einnig gert að greiða brotaþola tvær og hálfa milljónir króna í miskabætur.

Fyrir Landsrétti krafðist Jón þess að málinu yrði vísað frá héraðsdómi en til vara krafðist hann sýknu, til þrautavara krafðist hann refsimildunar. Þá krafðist hann þess aðallega að einkaréttarkröfu brotaþola yrði vísað frá dómi en til vara að hann yrði súknaður af kröfunni eða að fjárhæðin yrði lækkuð verulega.

Ákæruvaldið krafðist þess á móti að refsing Jóns yrði þyngd en brotaþoli krafðist þess að Jón yrði dæmdur til að greiða hærri fjárhæð í miskabætur, 6 milljónir króna ásamt vöxtum. Til vara krafðist hún þess að dómurinn um greiðslu miskabóta yrði staðfestur.

Neitaði sök en játaði hana þó í skilaboðum

Jón Páll neitaði sök í málinu, bæði hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi. Hann sagðist hafa gist inni á hótelherbergi konunnnar nóttina sem hún segir nauðgunina hafa farið fram en hann sagðist ekkert muna eftir nóttinni vegna áfengisdrykkju. Hann sagði í samtali við lögreglu að hann hafi litið á atvikið sem framhjáhald en ekki ofbeldi.

Þrátt fyrir að Jón hafi neitað sök í málinu hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi þá gekkst hann við brotinu í samtali við konuna í gegnum spjallforritið Messenger. Þar sagðist hann hafa beitt konuna ofbeldi og að hann hafi brotið gróflega á henni.

Fangelsisdómurinn þyngdur

Landsréttur þyngdi skilorðsbundna fangelsisdóminn yfir Jóni um hálft ár en miskabæturnar voru lækkaðar niður í tvær milljónir króna. Þá var Jóni gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, alls 3.463.736 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi