fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Sauð upp úr í Hagkaupum Spönginni í gærkvöld – Afgreiðslustúlka alblóðug eftir árás

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til átaka kom í Hagkaupum Spönginni í gærkvöld upp úr klukkan 19. Að sögn sjónvarvotts var hópur ungmenna, líklega á aldrinum 18 til 20 ára, með dólgslæti inni í versluninni. Einn mannanna hafði sig mest í frammi, sem og kærasta hans, sem öskraði og lét öllum illum látum.

„Ég á erfitt með að sjá aldur á fólki, ég myndi samt skjóta á að þetta hafi verið fólk á aldrinum 18 til 20 ára. Það var einn sem hafði sig mest í frammi, var alveg brjálaður,“ segir maðurinn í samtali við DV.

Sjónarvottur segir að atburðarásin hafi verið nokkuð ruglingsleg en hann varð engu að síður vitni að því að þrír menn náðu að snúa niður árásarmanninn og yfirbuga hann. Sjónarvotturinn sá jafnframt að afgreiðslustúlka á staðnum var alblóðug eftir árás mannsins.

Sjónarvotturinn sá einnig lögreglubíl og sjúkrabíl á vettvangi skömmu áður en hann yfirgaf svæðið.

DV hafði samband við Elínu Agnesi Kristínardóttur, aðstoðaryfirlögregluþjón á Lögreglustöð 4. „Málið er í rannsókn, við erum að safna gögnum og meira get ég ekki sagt í bili,“ sagði Agnes og vildi ekki gefa upplýsingar um hve margir hefðu verið handteknir vegna málsins né um áverka á fólki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök