fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Íbúi í Hafnarfirði fékk áróður frá nýnasistum inn um lúguna sína – „Hvað er þetta eiginlega?“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 17:00

Til vinstri: Miðinn sem maðurinn í Hafnarfirði fékk inn um lúguna - Til hægri: Samkoma Norðurvígis á Lækjartorgi - Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í anddyrri húss í Hafnarfirði í morgun blasti við kunnugleg sjón, dagblöð og auglýsingabæklingar höfðu komið inn um lúguna en einn dreifimiðinn skar sig úr. Um er að ræða blað af stærðinni A5 sem merkt er nýnasistasamtökunum Norðurvígi. 

„Hvað er þetta eiginlega?“ segir íbúinn sem fékk miðann inn um lúguna sína í samtali við DV að hann hafi hugsað með sér þegar hann sá auglýsinguna frá nýnasistunum. „ÍSLAND VAKNI!“ stendur stórum stöfum efst á blaðinu og á því má sjá merki Norðurvígis.

Á blaðinu er langur texti þar sem farið er yfir stefnu nýnasistanna. Greinilegt er að markmiðið með dreifiritinu er að fjölga meðlimum í hóp samtakanna hér á landi. „Fólki okkar og landi er stjórnað í auknum mæli af lítilli sjálfskipaðri alþjóðaelítu. Með sínu gríðarlega fjármagni hafa þeir náð stjórn á, auk annars, bönkunum, fjölmiðlum og skemmtanaiðnaðinum í öllum vestrænum samfélögum,“ segir í upphafi textans á blaðinu.

„Þar af leiðandi hefur þeim tekist að halda fólkinu í járngreipum þrælavaxta, menningarmarxisma og úrkynjaðar ómenningar. Þeir kalla sjálfa sig mannvini, kommúnista, kapítalista, síonista og alþjóðamenn – þeir eru allir höfuð á sömu hýdrunni – og markmið þeirra er alger stjórn!“

Þá segir í textanum að nú sé „tíminn til að veita mótspyrnu“. Reynt er að höfða til þjóðernishyggju þess er les blaðið með því að minna á forfeður Íslendinga, víkingana. „Við skulum finna á ný víkingablóðið í æðum okkar og taka höndum saman til að berjast á móti og öðlast raunverulegt frelsi og fullveldi fyrir komandi kynslóðir okkar!“

Fela rakvélablöð undir límmiðunum

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem miða sem þessum bregður fyrir hér á landi. Þegar nýnasistarnir héldu fámenna samkomu á Lækjartorgi dreifðu þeir sömu miðum til gangandi vegfarenda.

Þeir hafa notað fleiri aðferðir þegar kemur að dreifingu áróðurs. Til að mynda dreifa þeir reglulega áróðurslímmiðum um allan bæ. Fjöldi fólks hefur brugðið á það ráð að rífa límmiðana niður til að koma í veg fyrir dreifingu áróðursins en þá tóku nýnasistarnir til þess ráða að fela rakvélablöð undir límmiðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír taldir vera höfuðpaurar í málinu

Manndrápsmálið: Þrír taldir vera höfuðpaurar í málinu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Trausti segir okkur hafa sloppið með skrekkinn í byrjun mánaðar

Trausti segir okkur hafa sloppið með skrekkinn í byrjun mánaðar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

„Vesturlönd hafa tækifæri til að knésetja Rússland“

„Vesturlönd hafa tækifæri til að knésetja Rússland“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Manndrápsmálið: Konan fundin – Sjö í haldi vegna málsins

Manndrápsmálið: Konan fundin – Sjö í haldi vegna málsins
Fréttir
Í gær

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm
Fréttir
Í gær

Sakaður um sérstaklega hættulega hnífaárás þegar hann var 15 ára – Stakk ungling í bakið

Sakaður um sérstaklega hættulega hnífaárás þegar hann var 15 ára – Stakk ungling í bakið
Fréttir
Í gær

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Í gær

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið