fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Hriplek Vinnumálastofnun – Enn á ný láku persónuupplýsingar út

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Persónuvernd hefur fengið erindi inn á sitt borð varðandi öryggisbrest í meðferð persónuupplýsinga hjá Vinnumálastofnun. Þetta er annað málið tengt Vinnumálastofnun á þessu ári.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að í júní hafi netföngum skjólstæðinga stofnunarinnar verið lekið í fjölpósti sem varðaði endurupptöku umsókna um greiðslur í sóttkví. Í október varð síðan annar brestur af sama toga þegar netföngum enskumælandi skjólstæðinga var lekið í fjölpósti sem varðaði geðheilsumál. Fimm dögum síðar sendi Vinnumálastofnun afsökunarbeiðni frá sér.

Fréttablaðið hefur eftir einum þeirra sem varð fyrir lekanum að tölvupósturinn hafi verið sendur á enskumælandi notendur og muni örugglega hafa áhrif á traust fólks til íslenskra stofnana. Hann sagði að málið sé mjög óþægilegt og auk þess hafi verið farið óvarlega með persónuupplýsingar í Facebookhópum á vegum stofnunarinnar en þeir voru notaðir í tengslum við sértæk úrræði. Eftir kvartanir frá notendum var aðgangsstillingum hópanna breytt.

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði í samtali við Fréttablaðið að málið væri í lögbundnu ferli og hafi verið tilkynnt Persónuvernd.

Vigdís Eva Líndal, sviðsstjóri hjá Persónuvernd, sagði að tilkynning hafi borist um öryggisbrest í október og málið sé í farvegi. Hún sagði stefnu stofnunarinnar vera að ljúka afgreiðslu á öllum tilkynningum innan sex vikna en þetta mál sé komið yfir þann tíma. Hún sagði of snemmt að tjá sig um alvarleika málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti