fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Lögreglan vill að ásakanir Þorbjargar Ingu verði rannsakaðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 07:59

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landssamband lögreglumanna hefur sent erindi til dómsmálaráðuneytisins þar sem ummæli Þorbjargar Ingu Jónsdóttur, lögmanns, um mismunun lögreglu í rannsóknum eru fordæmd en hún sagði lögregluna mismuna fólki eftir þjóðfélagsstöðu. Farið er fram á að ríkissaksóknari rannsaki málið.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Blaðið skýrði frá ummælum Þorbjargar Ingu nýlega þegar fjallað var um ráðstefnu um réttlæti sem var haldin á Hólum. Á ráðstefnunni sagði Þorbjörg Inga, sem hefur áratugum saman sinnt réttargæslu fyrir þolendur kynferðisofbeldis, að enginn vafi léki á að kerfið mismunaði fólki eftir þjóðfélagsstöðu þess. „Ég upplifi að það skipti mjög miklu máli hver þú ert og hver brýtur á þér í nauðgunarmálum,“ sagði hún meðal annars.

Fréttablaðið hefur eftir Fjölni Sæmundssyni, formanni Landssambands lögreglumanna, að ummæli Þorbjargar Ingu séu viðkvæmari en ella því hún eigi sæti í ráðherraskipaðri nefnd um eftirlit með störfum lögreglu. Það veki spurningar um hæfi þegar manneskja sem á að hafa eftirlit með lögreglu felli slíka dóma yfir lögreglumönnum á opinberum vettvangi.

Fjölnir sendi því bréf til dómsmálaráðuneytisins fyrir hönd lögreglumanna. Í því segir að í ljósi þessara ummæla Þorbjargar Ingu sé ekki annað hægt en að hvetja til þess að embætti ríkissaksóknara verið falið að rannsaka starfshætti lögreglunnar við skýrslutökur af brotaþolum og gerendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“