fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Guðný segir að Kristinn E. hafi brotið á henni kynferðislega – Skilar skömminni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 06:58

Kristinn E. Andrésson. Mynd:Alþingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðný Bjarnadóttir, læknir, segir að Kristinn E. Andrésson, fyrrverandi þingmaður og ritstjóri Tímarits Máls og Menningar, hafi brotið gegn henni kynferðislega. Hún skýrir frá þessu í grein í Morgunblaðinu sem ber fyrirsögnina: „Að skila skömm 60 árum síðar“.

Í greininni segir Guðný að það veki upp vondar minningar hjá henni í hvert sinn sem hún sér bókina „Kristinn og Þóra: Rauðir þræðir“ sem er nýkomin út og skríði hratt upp metsölulistana þessa dagana. „Það eru vissar staðreyndir um Kristin E. Andrésson sem er ekki getið í bókinni og ég finn mig knúna til að segja frá, staðreyndir sem hafa elt mig allt lífið þó að ég hafi sem betur fer ekki látið það eyðileggja fyrir mér meira en nauðsynlegt er þegar barn ber leyndarmál sem ekki einu sinni mamma og pabbi mega vita um,“ segir hún.

Hún segir að faðir hennar hafi verið bókmenntamaður en hafi átt undir högg að sækja og það hafi hún vitað þótt ung væri og kannski hafi hún þagað vegna þess enda Kristinn einn helsti bókmenntafrömuður landsins.

„Þegar ég var níu ára fékk ég boð frá Kristni og Þóru um að koma heim til þeirra að lesa Sálminn um blómið. Þau voru vinahjón foreldra minna og þessi bók var ekki til á mínu heimili. Ég fór því í heimsókn þangað enda hvött til þess af foreldrum mínum. Þegar ég var búin að koma mér fyrir í stóra sófanum í fínu stofunni hjá Kristni og Þóru lét Þóra sig hverfa fram en Kristinn varð eftir í stofunni. Áður en ég vissi af færði hann sig að mér, tók bókina af mér og lét mig standa upp þétt að sér. Hann þuklaði mig alla og rak tunguna upp í munninn á mér. Þetta ætlaði engan enda að taka. Hann hélt áfram drykklanga stund, stundi þungan, talaði um hve falleg augu ég væri með og nuddaði bringuna og klofið á mér,“ segir Guðný sem segist hafa farið fram loksins þegar Kristinn sleppti henni.

Ekki hafi annað verið tekið í mál en að Kristinn æki henni heim. Á leiðinni hafi hann stöðvað, andað þungt, ótt og títt og spurt hvort hún vildi koma með upp í Heiðmörk. „Þótt ég væri hrædd gat ég stunið því upp að ég vildi fara heim og þannig slapp ég í það skiptið. Þegar heim var komið sagði ég ekki frá þessu. Ég veit að ég skammaðist mín og var eins og lömuð. Það eru víst þekkt viðbrögð barna sem lenda í slíku,“ segir hún.

Hún segist aldrei aftur hafa farið heim til þeirra hjóna en hafi lent aftur í klónum á Kristni nokkrum mánuðum síðar þegar hann var heima hjá henni þegar hún kom heim. „Ég upplifði mikla skelfingu um leið og hann greip mig og viðhafði sömu hegðun og heima hjá honum eins og áður er lýst. Þegar hann var búinn að fá nóg fór hann og skildi eftir bók sem hann ætlaði að gefa okkur. Það var opinbert tilefni heimsóknarinnar,“ segir hún.

Guðný segist hafa þagað yfir þessum áratugum saman og hafi aðeins sagt maka sínum frá þessu. Hún segir að höfundur bókarinnar hafi hlustað á sögu hennar og það sé hún þakklát fyrir. „Sjálf vona ég að mér takist nú að skila skömminni frá mér, nú loksins þegar ég kem mér að því að skrifa um þessa lífsreynslu, sem ég hefði svo sannarlega viljað vera án þegar ég var níu ára gömul, nú sextíu árum síðar,“ segir hún að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti