fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Þráinn: „Mikið of­beldi átti sér stað, bæði and­legt, kyn­ferðis­legt og lík­am­legt“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 09:06

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eft­ir ára­lang­ar umræður um börn sem voru vistuð á veg­um rík­is og sveita­fé­laga við skelfi­leg­ar aðstæður og til­raun­ir yf­ir­valda til að tak­marka hvað skal rann­saka og hvað ekki, er umræðunni hreint ekki lokið.“

Svona hefst pistill sem Þráinn Bj. Farestveit, framkvæmdastjóri áfangaheimilisins Verndar, skrifar en pistillinn birtist í Morgunblaðinu í dag. Í pistlinum ræðir Þráinn um vistheimili í ljósi umræðunnar um þau undanfarið.

„Hrika­leg­ar lýs­ing­ar á stöðugu of­beldi, niður­læg­ingu og af­skipta­leysi ein­kenna frá­sagn­ir þeirra sem hafa haft kjark og þor til að stíga fram. Það eitt að koma fram fyr­ir alþjóð og lýsa stöðu sinni og upp­lif­un af dvöl sinni sem börn krefst mik­ils styrks. Því miður treysta marg­ir sem hafa sög­ur að segja sér ekki í umræðuna. Einnig er stór hóp­ur þeirra lát­inn, langt fyr­ir ald­ur fram. Þeir hafa enga rödd.“

Í mars árið 2007 tóku lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi víst- og meðferðarheimila fyrir börn gildi. Þráinn segir að svokölluð vistheimilanefnd hafi verið sett á fót og að hún hafi rannsakað mál þeirra heimila sem rekin voru af ríkinu. Nefndin lauk störfum í lok árs 2011. „Það var þó strax ljóst að lög­un­um var ekki ætlað að skoða heim­ili sem sveit­ar­fé­lög höfðu nýtt til vist­un­ar barna við sam­bæri­leg­ar aðstæður og lýst hafði verið í svo kölluðu Breiðavík­ur­máli,“ segir Þráinn.

„Þegar vinna vistheim­ila­nefnd­ar fór af stað komu fram fjöl­marg­ar til­kynn­ing­ar um áþekka hátt­semi á öðrum stofn­un­um og heimil­um öðrum en þeim sem koma fram í lög­um vistheim­ila­nefnd­ar og af­mörk­un þeirra. Vistheim­ila­nefnd skráði niður all­ar tilkynn­ing­ar þess efn­is, en þeim var öll­um vísað frá enda ekki heim­ild til greiðslu bóta nema könn­un vistheim­ila­nefnd­ar hefði farið fram. Það var strax ljóst að stór hóp­ur ein­stak­linga var í raun und­an­skil­inn í þeim lög­um sem vistheim­ila­nefnd var ætlað að vinna eft­ir.“

Þráinn segir að þeim sem fengu ekki áheyrn hjá vistheimilanefndinni hafi verið vísað út á gaddinn. „Án þess að í þess­ari grein sé ætlað að fara yfir alla vinnu vistheim­ila­nefnd­ar var það þó ljóst að þegar nefndaráliti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar var skilað inn vegna máls­ins vek­ur hún at­hygli á því að mikl­um fjölda barna var ráðstafað af stjórn­völd­um á einka­heim­il­um og að mik­il­vægt væri að þeir ein­stak­ling­ar fengju jafn­framt að gera upp vist­un sína á slík­um heim­il­um með þeim hætti að hið op­in­bera skapaði vett­vang þar sem þeir gætu greint frá aðstæðum sín­um,“ segir hann.

„Í umræðu síðustu daga virðist enn vera á huldu hvaða ráðuneyti fari með mála­flokk­inn og hver á að bera ábyrgð en vilji virðist vera til að málið verði skoðað. Ég tel mik­il­vægt að öll­um sem telja að á sér hafi verið brotið verði sinnt. Hvar og hvernig vist­un­in hafi farið fram sé í raun auka­atriði. Börn­um var komið fyr­ir hingað og þangað með aðkomu rík­is og sveita­fé­laga og þar ligg­ur hund­ur­inn graf­inn (ábyrgðin).“

„Vít­is­k­völ“

Þráinn ræddi á sínum tíma um þessi má við einn nefndarmanna vistheimilanefndar þar sem hann vildi vekja athygli á stöðu sinni og annarra barna sem vistuð voru á heimilum sem sveitarfélög nýttu til vistunar.

„Í því sam­tali var al­veg ljóst að önn­ur heim­ili en þau sem ríkið stóð að væru ekki til skoðunar. Sú afstaða kom fram að ekki væri ástæða til að sinna öðrum mál­um. Þau heim­ili sem ekki voru á ábyrgð rík­is­ins en sveit­ar­fé­lög­in nýttu sér til vist­un­ar fyr­ir börn voru fjölda­mörg og þar voru börn oft­ast eft­ir­lits­laus. Vist­in reynd­ist mörg­um börn­un­um erfið og stund­um al­ger vít­is­k­völ, þar sem mikið of­beldi átti sér stað, bæði and­legt, kyn­ferðis­legt og lík­am­legt.“

Hann segir að afskiptaleysið hafi verið algert. „Fjöldi barn­anna beið þess aldrei bæt­ur og lést fyr­ir ald­ur fram. Aðrir báru og bera kvöl sína í hljóði og hafa í raun ekki leitt hug­ann að því að á ein­hverj­um tíma­punkti yrði ein­hver sem rétti fram hönd þar sem órétt­lætið fengi and­lit,“ segir hann.

„Það er rétt­læt­is­mál fyr­ir okk­ur sem fyr­ir rang­læt­inu urðum að stjórn­völd stígi fram fyr­ir skjöldu með ein­hverj­um hætti og bendi á hvað bet­ur hefði mátt fara og hvernig er hægt að mæta þess­um stóra hóp. Við verðum að draga lær­dóm af mis­tök­um fortíðar til þess að ekk­ert sam­bæri­legt ger­ist aft­ur. En svo að það megi verða þarf að horf­ast án und­an­bragða fram­an í þessa ljótu sögu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum