fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Fréttir

Segja að lán íslenskrar mosku til sænsks skóla sé leið Sádi Arabíu til að seilast til áhrifa

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag sem rekur moskuna í Ýmishúsinu í Skógarhlíð lánaði íslömskum skóla í Svíþjóð rúmar 110 milljónir króna. Alsalamaskólinn í Örebro er múslímur einkaskóli sem auk láns frá íslensku moskunni er rekinn með opinberu fé. Framlag sveitarfélagsins til skólans eru um 50 milljónir sænskra króna sem gera um 700 milljónir íslenskra króna. Sænska ríkisútvarpið greindi frá málinu en Stundin fjallaði um það fyrst íslenskra miðla.

Í sænski miðillinn greinir frá því að Alsalamaskólinn hafi síðan greitt vexti af láninu og hafi þeir numið, á árunum 2019 til 2020, alls 1,2 milljónum sænskra króna eða 18 milljónum króna.

Sænski skólinn fjármagnar íslensku moskuna

Í umfjölluninni ytra er varpað fram þeirri kenningu að fjárfestar frá Sádi-Arabíu vilji fjármagna moskur og skóla til þess að seilast mögulega til áhrifa í löndunum. Þannig hafi lán íslensku moskunnar mögulega verið til þess fallið að koma peningum frá Svíþjóð til Íslands í gegnum vaxtagreiðslurnar af láninu. Skólinn sem slíkur sé mjög fjársterkur enda fái hann góðan stuðning frá hinu opinbera.

Í viðtali við Stundina segir Karim Azkari, framkvæmdastjóri íslensku moskunnar, að um fjárfestingu hafi verið að ræða. Alsalamaskólinn hafi verið að stækka og vantað peninga til að fjármagna stækkunina. Íslenska moskan hafi því veitt þeim lán til fimm ára. Þá bendir Azkari á að samstarfið sé tilkomið vegna þess að stjórnarmaður í íslensku moskunni hafi verið í stjórn Alsalamaskólans.

Hann segir að um eigið fé moskunnar hafi verið að ræða og að vissulega hafi eitthvað af þeim fjármunum komið frá Sádi Arabíu. Hins vegar hafi moskan líka fengið fjármagn frá íslenska ríkinu.

Nánar er fjallað um málið á vef Stundarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kristján lést í hörmulegu slysi á Þingvallavegi – Safnað fyrir eiginkonu hans og syni

Kristján lést í hörmulegu slysi á Þingvallavegi – Safnað fyrir eiginkonu hans og syni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Einar sendi Jóni Gnarr pillu: „Þú ert á þingi?“

Einar sendi Jóni Gnarr pillu: „Þú ert á þingi?“
Fréttir
Í gær

Koma af fjöllum í máli Alfreðs: „Við erum al­veg blind gagn­vart geðsviði LSH“

Koma af fjöllum í máli Alfreðs: „Við erum al­veg blind gagn­vart geðsviði LSH“
Fréttir
Í gær

Ívar Orri kemur til dyranna eins og hann er klæddur – „Ef þú ert ekki sterkur þá ertu aumur“

Ívar Orri kemur til dyranna eins og hann er klæddur – „Ef þú ert ekki sterkur þá ertu aumur“
Fréttir
Í gær

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi
Fréttir
Í gær

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“
Fréttir
Í gær

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans
Fréttir
Í gær

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“