Steinar Immanuel Sörensen, einn þeirra sem dvöldust barnungir á hinu alræmda barnaheimili sem rekið var í Richard-húsi á Hjalteyri á áttunda áratugnum, óttast um áform varðandi rannsókn á starfsemi heimilisins, í ljósi ráðherraskipta. Fráfarandi dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, lofaði í síðustu viku að málið fengi forgang, en núna hefur Jón Gunnarsson verið ráðinn dómsmálaráðherra.
Steinar segir í skilaboðum til DV: „Nú fyllumst við Hjalteyrarbörnin ótta, Áslaug Arna lofar forgangi og greinargerð aðeins fyrir nokkrum dögum, nú er nýr dómsmálaráðherra að taka við og við óttumst að tækifærið verði nýtt til að kæfa málið, hljómar kannski óþarfa ótti en reynslan af hundsun hefur brennt okkur. Ef hægt væri að fá einhver svör frá nýjum dómsmálaráðherra um þetta veitti það okkur mikla hugarró.“