fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Splunkunýr heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af Omicron-afbrigðinu – „Auðvitað hef ég það“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. nóvember 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willum Þór Þórsson, nýr heilbrigðisráðherra, segist hafa áhyggjur af Omicron-afbrigði kórónuveirunnar en næstu dagar og vikur muni leiða í ljós hverjar afleiðingar afbrigðisins verða í heiminum. Willum ræðir málin við Fréttavaktina á Hringbraut sem fer í loftið klukkan 18:30 í kvöld.

Aðspurður um hvort að COVID-19 væri búið svaraði Willum því til að það hefði nú verið ánægjulegt fyrsta verk í embætti heilbrigðisráðherra að fá að koma með slíka yfirlýsingu, en því miður væri það ekki svo.

„Nei því miður, það væri nú skemmtilegt ef ég gæti hér á fyrsta degi lýst því yfir að COVID væri búið, en svo er ekki. En ég vil líka segja að bæði sá ráðherra sem var hér á undan mér, Svandís Svavarsdóttir, og sóttvarnayfirvöld – sem við köllum –  Þórólfur, Alma og Víðir. Mér finnst þau hafa gert þetta afskaplega vel hingað til og auðvitað þjóðin öll. Og það er mjög mikilvægt að taka bara á þessum málum áfram að yfirvegun, skynsemi og svona læra eftir því sem við tökum skrefin.“

Willum var spurður út í Omicron-afbrigðið og hvort hann hefði áhyggjur af því.

„Já auðvitað hef ég það á meðan við erum svona að afla upplýsinga um það hvaða áhrif það hefur. Við sjáum mjög svona skjót og harkaleg viðbrögð víða þar sem flugleiðum er lokað, og þar fram eftir götum, en við eigum eftir að sjá svona á næstu dögum og vikum hvaða usla þetta afbrigði veldur.“

Klippuna úr viðtalinu má sjá hér fyrir neðan en viðtalið í fullri lengd má sjá í Fréttavaktinni á Hringbraut klukkan 18:30 í kvöld.

Frettavaktin: Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra
play-sharp-fill

Frettavaktin: Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Í gær

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Hide picture