fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fréttir

Guðmundur Freyr játar morðið á unnusta móður sinnar – Hryllilegar lýsingar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Freyr Magnússon, 41 árs gamall, kom fyrir rétt á Spáni í síðustu viku, og játaði fyrir kviðdómi að hafa orðið unnusta móður sinnar að bana þann 12. janúar árið 2020, á heimili þeirra í Torrevieja.

Þetta kemur fram í spænska miðlinum Informacion. Réttarhöldin fara fram fyrir dómstóli í borginni Elche í Alicante-héraðinu. Guðmundur játaði að hafa myrt manninn, sem var 65 ára gamall, en staðhæfði að hann myndi ekki eftir verknaðinum.

Hann sagðist þjást af geðrænum vandamálum og þegar morðið var framið hafi hann verið búinn að neyta kókaíns, metamfetamíns og kannabis í sjö daga. „Þegar ég tek þetta inn þá er ég ekki ég sjálfur,“ sagði Guðmundur Freyr fyrir rétti.

Guðmundur Freyr hefur bæði játað glæpinn í sakamáli og einkamáli þar sem hann gengst við skaðabótaábyrgð upp á andvirði 15 milljóna króna til handa aðstandendum hins látna, tveggja barna hans og systur hans.

Guðmundur Freyr á yfir höfði sér 17 til 31 árs fangelsi en kviðdómur kannar nú hvort andlegt ástand hans geti leitt til refsilækkunar.

Guðmundur Freyr viðurkennir að hafa komið að heimili móður sinnar og kærasta hennar með þann ásetning að myrða manninn. Hann hafi klifrað yfri 2,5 m háan vegg til að komast að húsi móður sinnar og hins myrta. Hann viðurkennir að hafa klæðst hönskum til að hlífa höndum sínum, ennfremur að hafa tekið gaskút og brotið glerhurð með honum. Maðurinn, sem hafði vaknað við atgang Guðmundar Freys, fékk gaskútinn í sig. Guðmundur Freyr réðst síðan á manninn sem gat enga vörn sér veitt eftir að hafa fengið gaskútinn í sig. Stakk hann manninn margsinnis með hnífi þar sem hann lá í gólfinu. Móðir Guðmundar Freys reyndi að fá hann til að hætta árásinni en þá réðst hann á hana og veitti henni áverka. Guðmundur Freyr reyndi síðan að flýja af vettvangi en var handtekinn af spænsku lögreglunni er hann reyndi að flýja burtu á bíl. Morðvopnið, hnífurinn, fannst undir mottu í bílnum.

Sjúkraliðum á vettvangi tókst ekki að bjarga lífi fórnarlambsins.

Ekki verða kölluð til vitni fyrir réttinn, þar sem Guðmundur Freyr hefur játað sekt sína, önnur en sérfræðivitni sem leggja mat á geðheilsu Guðmundar Freyr, sem og fíkniefnavanda hans, og hugsanlegan þátt þessara vandamála í þeirri ákvörðun Guðmundar Freys að myrða manninn. Guðmundur Freyr segist þjást af geðklofa (schizophrenia).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Nýbýlavegsmálið: Lögmaður móðurinnar segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar – „Alvarleg andleg veikindi“

Nýbýlavegsmálið: Lögmaður móðurinnar segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar – „Alvarleg andleg veikindi“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar Smári varar við fjárlagafrumvarpinu – Segir þetta þekkta leið til að gefa bröskurum skattfé almennings

Gunnar Smári varar við fjárlagafrumvarpinu – Segir þetta þekkta leið til að gefa bröskurum skattfé almennings
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“
Fréttir
Í gær

Formaður BÍ segir málatilbúnað Jóns skólabókardæmi um þöggunartilburði og atlögu að tjáningarfrelsi blaðamanna

Formaður BÍ segir málatilbúnað Jóns skólabókardæmi um þöggunartilburði og atlögu að tjáningarfrelsi blaðamanna
Fréttir
Í gær

Foreldrar á Selfossi í hár saman vegna bréfs sem segir verkfallið ólöglegt – „Það er mjög sárt að lesa þetta bréf sem kennari“

Foreldrar á Selfossi í hár saman vegna bréfs sem segir verkfallið ólöglegt – „Það er mjög sárt að lesa þetta bréf sem kennari“