Ný ríkisstjórn hefur boðað til blaðamannafundar nú klukkan 13 í dag þar sem nýr stjórnarsáttmáli verður kynntur. Töluverðar breytingar verða gerðar á ráðuneytunum. Hér má sjá hverjir verma ráðherrastólana í nýrri ríkisstjórn:
Ráðherrar Framsóknarflokks
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra í innviðaráðuneyti
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra
Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarmálaráðherra
Ásmundur Einar Daðason, skóla- og barnamálaráðherra.
Ráðherrar Vinstri grænna
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
Svandís Svavarsdóttir, ráðherra í ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálasráðherra
Ráðherrar Sjálfstæðisflokks
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra nýsköpunar, iðnaðar og háskóla
Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis- og loftslagsmála
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Stefnt er að því að Guðrún Hafsteinsdóttur taki við ráðuneytinu síðar á kjörtímabilinu.