Helstu tíðindi frá lögreglu 17:00-05:00
Lögreglustöð 1
18:14 Tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 101. Báðar bifreiðar fjarlægðar með dráttarbifreið en ekki er vitað með meiðsli.
18:28 Tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 105. Engin slys á fólki og báðar bifreiðar ökufærar eftir óhappið.
18:34 Tilkynnt um innbrot í bifreið í hverfi 101.
21:42 Bifreið stöðvuð í hverfi 105 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Þá reyndist ökumaður sviptur ökuréttindum.
23:30 Bifreið stöðvuð í hverfi 101 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá er ökumaður grunaður um vörslu fíkniefna.
00:24 Bifreið stöðvuð í hverfi 108 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá er ökumaður og farþegi hans grunaðir um vörslu fíkniefna. Báðir einstaklingar vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Lögreglustöð 2
20:16 Bifreið stöðvuð í hverfi 210 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
01:34 Bifreið stöðvuð í hverfi 200 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
02:33 Bifreið stöðvuð í hverfi 220 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglustöð 3
21:23 Bifreið stöðvuð í hverfi 200 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá reyndist ökumaður sviptur ökuréttindum og er grunaður um vörslu fíkniefna.
Lögreglustöð 4
17:20 Bifreið stöðvuð í hverfi 270 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
19:37 Tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 270.