fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Neyslurými opnar fljótlega í Reykjavík: Lagalega verndað umhverfi þar sem fólk getur neytt fíkniefna í æð – „Fagnaðarefni“ segir Svandís

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 12:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Neyslurými verður opnað í Reykjavík“

Þetta er yfirskrift pistils sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skrifar en pistillinn var birtur í Morgunblaðinu í dag. Eins og yfirskriftin gefur til kynna þá fjallar pistillinn um neyslurými og að slíkt rými verði opnað í Reykjavík. Í pistlinum útskýrir Svandís hvað hún á við þegar hún talar um neyslurými, um sé að ræða lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar, 18 ára og eldri, geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti starfsfólks. Í neyslurýminu yrði gætt fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna.

„Neyslu­rými byggj­ast á hug­mynda­fræði skaðam­innk­un­ar en í henni felst að draga úr heilsu­fars­leg­um, fé­lags­leg­um og efna­hags­leg­um af­leiðing­um notk­un­ar löglegra og ólög­legra áv­ana- og fíkni­efna.“

Hvað er skaðaminnkun?

Í pistlinum útskýrir Svandís nánar hvað hún á við með skaðaminnkun og hvaða áhrif hún hefur á einstaklinga og samfélagið í heild sinni. „Skaðam­innk­un er hugmynda­fræði sem ég hef lagt áherslu á og felst í aðgerðum sem hafa það mark­mið að fyr­ir­byggja skaða frem­ur en að fyr­ir­byggja sjálfa notk­un vímu­efna. Þannig hef­ur skaðam­innk­un sterka skír­skot­un til lýðheilsu og mann­rétt­inda og þá nálg­un að vinna skuli með þjón­ustuþegum án þess að dæma eða mis­muna. Rannsóknir sýna fram á að skaðam­innk­andi nálg­un hef­ur já­kvæð áhrif á heilsu ein­stak­linga og sam­fé­lagið í heild,“ segir hún.

„Jafn­framt bygg­ist skaðam­innk­un á því að viður­kennt sé að fjöldi fólks víða um heim held­ur áfram að nota áv­ana- og fíkni­efni þrátt fyr­ir jafn­vel ýtr­ustu viðleitni í sam­fé­lag­inu til að fyr­ir­byggja upp­haf eða áfram­hald­andi notk­un efn­anna.“

Segir þörf á valkosti eins og neyslurými

Frumvarp Svandísar um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefna var samþykkt af Alþingi í maí árið 2020. „Laga­breyt­ing­in fel­ur í sér stórt skref í átt að auk­inni áherslu á skaðam­innk­un hér á landi,“ segir Svandís en í breytingunni felst heimild til sveitarfélaga til að koma á fót umræddu neyslurými.

„Um nokk­urra ára skeið hef­ur verið til umræðu hvort opna eigi neyslu­rými hér á landi en slík rými eru rek­in víða um heim. Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu er bent á að skaðam­innk­un gagn­ist ekki aðeins fólki sem not­ar áv­ana- og fíkni­efni, held­ur einnig fjöl­skyld­um þess, nærsam­fé­lagi not­and­ans og sam­fé­lag­inu í heild.“

Svandís segir að þörf sé á valkosti eins og neyslurými fyrir þá einstaklinga sem neyta ávana- og fíkniefna í æð, með þeim sé hægt að lágmarka áhættu og skaða af áframhaldandi notkun.

„Alls eru rek­in um 90 neyslu­rými um heim all­an en slík rými hafa til dæm­is verið starf­rækt í Dan­mörku og Nor­egi með góðum ár­angri. Með því að heim­ila rekstur neyslu­rýma náum við einnig til hóps fólks sem sæk­ir sér síður þá heil­brigðisþjón­ustu sem hann þarf á að halda, til dæm­is til að fyr­ir­byggja eða meðhöndla al­var­leg­ar sýk­ing­ar vegna neyslu, veita aðstoð og ráðgjöf um getnaðar­varn­ir og svo framvegis.“

Útlit fyrir að neyslurýmið opni fljótlega

Eftir að frumvarp Svandísar var samþykkt hefur verið unnið að því að koma á fót neyslurými í Reykjavík. „Nú í nóv­em­ber samþykkti vel­ferðarráð Reykjavíkurborg­ar samn­ing milli Reykja­vík­ur­borg­ar og Sjúkra­trygg­inga Íslands um að fela Rauða kross­in­um rekst­ur fær­an­legs neyslu­rým­is í Reykja­vík. Því er út­lit fyr­ir að neyslu­rými verði opnað í Reykja­vík fljót­lega eft­ir ára­mót,“ segir Svandís.

Að lokum hrósar hún sigri og segir að með þessu sé verið að stuðla að betra samfélagi. „Það er fagnaðarefni að loks­ins verði ör­uggt neyslu­rými að veru­leika í Reykja­vík, og bylt­ing fyr­ir einn jaðar­sett­asta hóp sam­fé­lags­ins. Þar með stuðlum við að enn betra sam­fé­lagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Í gær

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt