fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Móðir Magnúsar heitins segir Baldur sverta minningu sonar síns – „Ég var úti í búð og sá þar andlitið á honum í öllum hillum“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 26. nóvember 2021 14:25

Þorbjörg Finnbogadóttir og mynd af syni hennar heitnum, Magnúsar Freys Svein­björns­sonar. Myndir/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg Finnbogadóttir missti son sinn fyrir tæpum tuttugu árum þegar hann lést eftir alvarlega líkamsárás tveggja manna. Sonur hennar hét Magnús Freyr Sveinbjörnsson og annar þeirra sem dæmdur var fyrir árásina á hann er Baldur Freyr Einarsson sem nýverið gaf út bókina Úr heljargreipum. Bókin er sögð vera ævisaga Baldurs og þar fjallar hann meðal annars um árásina á Magnús. Þorbjörg segir fjölskylduna ekkert hafa vitað af útgáfu bókarinnar fyrr en hún las um hana á Facebook og segir Baldur sverta mannorð sonar síns í frásögninni. „Þetta er bara eins og að lesa skáldsögu,“ segir hún.

Baldur hefur verið áberandi í fjölmiðlum síðustu vikur vegna kynningar á bókinni. Þorbjörg reynir að sneiða hjá allri umfjöllun þar sem Baldur kemur við sögu. Þá hafi hún ekki ætlað sér að lesa bókina. Það var síðan fyrir um viku sem vinkona hennar hringdi og vakti athygli hennar á því að Baldur fari ekki rétt með staðreyndir þegar kemur að árásinni á Magnús heitinn.

„Hann lýsir í bókinni hvernig hann lamdi son minn og segir að hann hafi byrjað, sem er ekki rétt. Ef þú lest dóm hæstaréttar sést að lýsingarnar úr bókinni passa engan veginn. Baldur er í bókinni að fegra sinn hlut og sverta nafn sonar míns,“ segir hún.

Þetta hefur hvílt þungt á Þorbjörgu og í morgun skrifaði hún átakanlega færslu á Facebook þar sem hún segist hafa verið andvaka, með sorg í hjarta, því morðingi sonar hennar hafi gefið út bók og farið rangt með staðreyndir. Þá segist hún vera orðin þreytt á því hvað Baldur fær mikla athygli og það sé erfitt að sjá andlitið hans úti um allt.

„Ég var úti í búð og sá þar andlitið á honum í öllum hillum. Mig langaði bara að taka bækurnar og henda þeim í ruslið,“ segir hún.

Þorbjörg er ósátt við að sonur hennar heitinn fái ekki að njóta sannmælis í minningunni. „Hann er ekki hér til að svara fyrir sig þannig að ég verð að gera það.“ Hún tekur fram að hún hafi ekkert út á að setja að Baldur skrifi ævisögu. „Hann hefði getað látið nægja að segja að hann hefði orðið manni að bana en í staðinn kemur hann með lýsingar í smáatriðum sem eru ekki einu sinni sannar.“

Hún segist aðspurð í raun ekki hissa á því að Baldur hafi ekki talað við fjölskyldu Magnúsar fyrir útgáfu bókarinnar. „Ég held að hann hafi bara vitað hver viðbrögð okkar yrðu.“ Þá tekur hún fram að hún hafi verið búin að fyrirgefa honum á sínum tíma. „Mér leið þá betur á eftir. Ég heyrði ekkert af Baldri lengi en núna blossar þetta upp aftur. Við erum öll í sorg. Dóttir mín hringdi í mig grátandi áðan. Magnús var vinamargur og hans er saknað.“

Þorbjörg hefur ekki í hyggju að ræða við Baldur um málið. Hún segir hann hafa skrifað sér í morgun eftir að hann hafi lesið það sem hún skrifaði á Facebook. „Hann vill ræða við mig en ég hef bara engan áhuga á að ræða við hann. Hann sagðist hafa séð færsluna en ég ætla ekki að svara. Ég þarf ekkert að réttlæta fyrir honum það sem ég skrifaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi