fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Hafrún segir bróður sinn of tækniheftan fyrir golfsvindl – „Myndi nota viðurnefnið Siggi hakkari ef það væri ekki frátekið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 21:00

Hafrún Kristjánsdóttir. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtak forritarans Guðna Þórs Björnssonar varð til þess að nokkrir sómakærir menn voru grunaðir um að hafa stundað það að hakka sig inn á skráningarkerfi Golfsambands Íslands og svindla sér þar fram fyrir í rásbókunarröðina. Vísir.is birtir í dag frétt sem hreinsar mennina af þessum áburði. Forritarinn Guðni Þór Björnsson hannaði forrit sem gerir kylfingum kleift að bóka rástíma með leifturhraða. Hann kom forritinu í hendur fárra en hefur nú gert það öllum kylfingum aðgengilegt.

Guðni Þór segir að flestir sem hafi verið nefndir í tengslum við þetta mál séu saklausir og hafi hann sjálfir tekið að sér að skrá tíma golffélaga sinna. Hafi þeir ekki haft hugmynd um hvernig hann bar sig að. Guðni Þór undirstrikar jafnframt að enginn hafi hakkað sig inn á skráningarkerfið.

Einn þeirra manna sem lágu að ósekju undir grun í málinu er Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Systur hans, Hafrúnu Kristjánsdóttur, sálfræðingi og deildarforseta íþróttafræðideildar HR, þótti það afar sérkennilegt þar sem hún álítur bróður sinn vera tækniheftan.

Segir hún að tölvuþekking hans takmarkist líklega við að geta sent tölvupóst en óvíst sé hvort hann geti hengt gögn við tölvupóstskeyti. Það hafi því komið henni í opna skjöldu að bróðir hennar skyldi vera bendlaður við tölvusvindl.

Hafrún fer yfir málið í kostulegri Facebook-færslu. Þar segir hún tæknikunnáttu bróður síns vera fyrir neðan frostmark og hefur hann þess vegna hlotið uppnefni á borð við „Siggi WiFi“ og „Siggi Gates“:

„Þegar ég sá fréttir um að Siggi bróðir minn hefði fengið áminningu og væri sekur um mikið hátæknisvindl í golfbókunum vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Tæknikunnátta Sigga er fyrir neðan frostmark. Ég veit að hann kann að hringja og svara í síma. Hann kann að senda tölvupóst en það er óljóst hvort hann sé sterkur í að bæta viðhengi við póstinn. Vegna þessa hefur hann verið kallaður Siggi WiFi eða Siggi Gates um árabil. Og nú var Siggi WiFi skyndilega farin að hakka sig inn á Golfbox! Ég myndi nota viðurnefnið Siggi hakkari ef það væri ekki frátekið. Þetta kom heldur ekki heim og saman við það þegar hann var að reyna að bóka okkur saman á Nesvöllinn í sumar. Ég þurfti að hjálpa honum að komast í gegnum það ferli í símanum. Það þurfti frekari skýringa við. Ég var mjög glöð yfir þessum skyndilegu framförum Sigga WiFi og ætlaði að hrósa honum fyrir þær en að sama skapi var ég nú ekki glöð með að hann væri svindlari og það með áminningu á bakinu, formlegan svindlstimipil. Fyrir það ætlaði ég aðeins að láta hann heyra það. Sigga WiFi tókst að svara þegar ég hringdi og þá bara kannaðist hann ekkert við málið. Kannaðist ekki við áminninguna og alls ekki það að vera hakkari. Enda gat ekki annað verið. Niðurstaðan var því sú að hann er ekki Golfbox svindlari og alveg jafn tæknilega heftur og áður. Veit ekki hvort það sé góð niðurstaða eða slæm.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Trump tilkynnir um tolla á innflutning – „Dagur frelsunar“

Trump tilkynnir um tolla á innflutning – „Dagur frelsunar“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Innbrotsþjófar komust undan á flótta eftir átök við húsráðanda

Innbrotsþjófar komust undan á flótta eftir átök við húsráðanda
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin
Fréttir
Í gær

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”