fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Sveitarstjórnin lýsir yfir harmi sínum vegna átakanlegra lýsinga

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 17:30

Steinar Immanuel Sörensen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna lýsinga fólks sem var á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum.

Mikið hefur farið fyrir málinu í fjölmiðlum undanfarið, en vistfólk á heimilinu hefur lýst Kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi sem grasseraðist þar um árabil.

Steinar Immanuel Sörensen er einn þeirra einstaklinga sem lýst hefur ofbeldinu, en það gerði hann einnig í viðtali við DV árið 2017.

Sjá einnig: Steinar horfði tvisvar á þáttinn og grét allan tímann – „Loksins eins og einhver trúi okkur“

Sjá einnig: Hryllingurinn á Hjalteyri:Guðni forseti svaraði Steinari í gær

Í yfirlýsingunni kemur fram að Sveitarstjórnin harmi þessar lýsingar og taki undir það að opinber rannsókn þurfi að eiga sér stað á barnaheimilinu. Þá segir að Sveitarstjórnin muni hjálpa til við slíka rannsókn muni hún fara fram.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Sveitarstjórn Hörgársveitar lýsir yfir harmi sínum vegna þeirra átakanlegu lýsinga á málefnum barna sem fram hafa komið í fjölmiðlum undanfarna daga varðandi rekstur vistheimilis á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar.

Sveitarstjórnin tekur undir að fram þarf að fara opinber rannsókn á þessu heimili að frumkvæði ríkisins í samræmi við aðrar sambærilegar rannsóknir á öðrum heimilum þar sem börn voru vistuð.

Sveitarstjórnin mun leggja slíkri rannsókn lið eins og hægt er, fari hún fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Theódóra ósátt við Arnarlandsskipulagið – „Mér finnst þessi viljayfirlýsing koma tveimur til þremur árum of seint“

Theódóra ósátt við Arnarlandsskipulagið – „Mér finnst þessi viljayfirlýsing koma tveimur til þremur árum of seint“
Fréttir
Í gær

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hryllingur á göngustíg – Sigmar nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið

Hryllingur á göngustíg – Sigmar nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið