Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna lýsinga fólks sem var á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum.
Mikið hefur farið fyrir málinu í fjölmiðlum undanfarið, en vistfólk á heimilinu hefur lýst Kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi sem grasseraðist þar um árabil.
Steinar Immanuel Sörensen er einn þeirra einstaklinga sem lýst hefur ofbeldinu, en það gerði hann einnig í viðtali við DV árið 2017.
Sjá einnig: Hryllingurinn á Hjalteyri:Guðni forseti svaraði Steinari í gær
Í yfirlýsingunni kemur fram að Sveitarstjórnin harmi þessar lýsingar og taki undir það að opinber rannsókn þurfi að eiga sér stað á barnaheimilinu. Þá segir að Sveitarstjórnin muni hjálpa til við slíka rannsókn muni hún fara fram.
Yfirlýsingin er eftirfarandi:
„Sveitarstjórn Hörgársveitar lýsir yfir harmi sínum vegna þeirra átakanlegu lýsinga á málefnum barna sem fram hafa komið í fjölmiðlum undanfarna daga varðandi rekstur vistheimilis á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar.
Sveitarstjórnin tekur undir að fram þarf að fara opinber rannsókn á þessu heimili að frumkvæði ríkisins í samræmi við aðrar sambærilegar rannsóknir á öðrum heimilum þar sem börn voru vistuð.
Sveitarstjórnin mun leggja slíkri rannsókn lið eins og hægt er, fari hún fram.“