fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Dýralæknar urðu vitni að illri meðferð á blóðmerum en brugðust ekki við

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýralæknar urðu vitni að slæmri meðferð á blóðmerum en brugðust ekki við. Þeir tilkynntu ekki um slæma meðferð á dýrunum né reyndu að stöðva hana. Þetta kemur fram í 120 blaðsíðna skýrslu sem alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) hafa birt um velferð dýra hér á landi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag en blaðið hefur skýrsluna undir höndum. Fram kemur að í skýrslunni komi fram að dýralæknar hafi fylgst aðgerðalausir með hundum og mönnum níðast á blóðmerum.

Blóðmerar eru fylfullar hryssur sem framleiða hormónið PMSG í fylgjunni á fyrri hluta meðgöngunnar. Þetta hormón er unnið til framleiðslu á frjósemislyfi fyrir svínarækt. Folöldum meranna er síðan í flestum tilfellum slátrað. Mikill vöxtur hefur verið á blóðmerahaldi en á þessu ári hafa 5.383 hryssur verið nýttar í það á 119 bæjum. Frá 2014 hefur MAST stöðvað blóðmerahald á fimm bæjum. Ísteka er eina fyrirtækið sem hefur heimild til að kaupa blóð frá bændum og nýta við gerð frjósemislyfja. Fyrirtækið rekur einnig nokkra sveitabæi fyrir blóðmerahald.

Skýrsla AWF er byggð á rannsókn á blóðmerahaldi hér á landi 2019 til 2021. Faldar myndavélar voru notaðar til að taka myndskeið og myndir af blóðtöku. Rætt var við bændur, lögmenn, fulltrúa MAST og Ísteka.

AWF skráði misalvarleg tilvik hugsanlegra brota á lögum um dýravelferð á 40 sveitabæjum á Norður- og Suðurlandi.

MAST er nú með myndband, sem samtökin birtu á dögunum um blóðtöku úr fylfullum hryssum, til rannsóknar. Segir MAST að verklag sem sjáist í myndbandinu virðist stríða gegn starfsskilyrðum sem eigi að tryggja velferð hryssanna og lítur stofnunin málið alvarlegum augum.

Eftirlit með blóðtöku er áhættumiðað að sögn MAST og er í forgangi hjá stofnuninni. Sjálf blóðtakan er á ábyrgð líftæknifyrirtækisins Ísteka ehf. sem nýtir blóðið.

Í fyrrnefndri skýrslu AWF kemur fram að almennt sé of mikið af blóði tekið úr merunum miðað við stærð þeirra og þyngd. Heimilt er að taka fimm lítra vikulega úr hverri meri. Ísteka segir að þetta sé gert fimm sinnum á tveimur til þremur mánuðum. AWF skráði hins vegar átta til tíu skipti á þeim bæjum sem fylgst var með.

Á nokkrum bæjum voru tekin myndbönd af bændum hýða merarnar með svipum, járnstöngum og viðarfjölum. Einnig sjást hundar glefsa og bíta í þær. Í öllum tilvikunum voru dýralæknar á staðnum en þeir tilkynntu þetta ekki né reyndu að stöðva þessa meðferð á merunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir