fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Kári segir bólusetningu vera réttlætanlega skyldu – „Drullusokksháttur að láta ekki bólusetja sig“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 07:59

Kári Stefánsson. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hissa á að ekki sé enn búið að fjölga gjörgæslurýmum á Landspítalanum og segir það vera sína persónulegu skoðun að það sé drullusokksháttur að láta ekki bólusetja sig.

Þetta kemur fram í viðtali við hann á visir.is. Sagðist Kári ósáttur við að hversu langan tíma það hefur tekið að bæta við gjörgæslurýmum eins og boðað hefur verið. Nú sé búið að glíma við heimsfaraldurinn í tæplega tvö ár og enn hafi gjörgæslurýmum ekki verið fjölgað. „Það er ekki nóg að sitja á rökstólum og ræða þetta. Þetta er spurning um að bretta upp ermarnar og gera þetta, það er ekki flókið,” sagði Kári.

Hann sagðist ekki vorkenna starfsfólki Landspítalans. Það hljóti að vera að fara í gegnum nokkuð góða tíma í sínu lífi því skyndilega viti allir að samfélagið gangi ekki án þeirra. Það séu forréttindi að tilheyra þeirri stétt sem sé að bjarga okkur í gegnum faraldurinn.

Hvað varðar þær sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gildi sagðist Kári efast um að þær dugi til. „Við vitum hins vegar hvað þarf, við fórum í gegnum það á síðasta ári. Eitt af því sem ég held að menn verði að velta fyrir sér alvarlega, er hvort við eigum ekki að fara niður í þessar stífustu takmarkanir sem voru á síðasta ári í örskamman tíma, tvær vikur eða svo. Svo getum við létt á þeim en gert kröfu um að allir séu með sóttvarnagrímur,“ sagði hann.

Aðspurður um hvort skylda eigi fólk í bólusetningu sagði Kári að hann telji ríkari ástæðu en áður til að íhuga þessa spurningu en samkvæmt nýjum rannsóknum þá getur bólusetning með þremur skömmtum hugsanlega komið að verulegu leyti í veg fyrir smit en ekki bara alvarleg veikindi eins og er raunin eftir tvo skammta. „Mér finnst persónulega eins og það sé drullusokksháttur að láta ekki bólusetja sig. Ekki vegna hagsmuna okkar sem einstaklinga heldur vegna hagsmuna samfélagsins. Ég myndi ekki gráta það ef þess yrði krafist af fólki að það færi í bólusetningu. Ég veit að það er fullt af fólki þarna úti sem fyndist það mikill fasismi og ljótt að krefjast þess að fara í bólusetningu,” sagði hann og bætti við að hann haldi því fram að bólusetning sé réttlætanleg skylda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum