fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Hinsta ósk Lindu rættist – Vildi deyja á Íslandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttukonan og rithöfundurinn Hellen Linda Drake lést síðastliðinn föstudag, þann 19. nóvember, á Landspítalanum, eftir erfið veikindi.

Mannlíf greindi frá

Linda fæddist þann 29. júní árið 1960. Meðal ritverka þennar var hin áhrifamikla saga Launhelgi lyganna sem kom út árið 2000, undir höfundarnafninu Baugalín. Verkið markaði tímamót í frásögnum af kynferðisbrotum. Hún lýsir þar kynferðisbrotum stjúpföður síns frá því hún var barnung. Gerandinn var lögreglumaður og er Linda lagði fram kæru gegn honum á unglingsaldri var þeirri kæru fálega tekið af lögreglu.

Fyrir rúmu ári greindist Linda með krabbamein í beinmerg. Hún bjó þá á Englandi við nokkuð kröpp kjör. Var hinsta ósk hennar sú að geta flutt með eigur sínar til Íslands og varið síðustu ævidögunum hér. Sú hinsta ósk Lindu rættist.

Dætur Lindu, þær Kristana Ósk Birgisdóttir og Eyrún Ösp Birgisdóttir, birtu eftirfarandi tilkynningu á Facebook-síðu Lindu:

„Elskuleg móðir okkar lést i dag, eftir stutt en mjög alvarleg veikindi. Hennar seinustu óskir, að flytja heim og kveðja okkur systurnar rættust. Viljum við þakka öllum þeim sem lögðu henni lið við að láta þær rætast. Þetta skipti hana öllu máli.“

DV sendir öllum aðstandendum Hellenar Lindu Drake innilegar samúðarkveðjur og þakkar fyrir afar jákvæð kynni af þessari einstöku konu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi