Héraðssaksóknari hefur gefi út ákæru gegn karlmanni á Egilsstöðum vegna skotárásar sem átti sér stað í lok ágúst. Mbl.is greinir frá þessu.
Maðurinn gekk berserksgang með haglabyssu og riffil í götunni Dalseli. Fjöldi vitna var að árásinni. Lögreglan skaut manninn í kviðinn eftir að hann neitaði að leggja frá sér byssurnar. Hann er nú á batavegi.
Unnusta byssumannsins á Egilsstöðum stígur fram – „Hann er svo blíður og nærgætinn“