Gígarnir myndast við sprengingar neðanjarðar. Sprengiefnið er metan sem hefur legið í jörðinni í óratíma vegna sífrerans en nú leitar það upp því hækkandi hitastig á heimskautasvæðum í Síberíu veldur því að sífrerinn þiðnar.
Fyrstu gígarnri uppgötvuðust 2014 þegar þyrla flaug fyrir tilviljun yfir túndruna. Síðan hafa 17 gígar fundist. Sá nýjasti hefur fengið heitið C17 en hann er 25 metrar í þvermál og 33 metrar á dýpt. Hann er á Yamalskaga.
Vitað er að sprengingarnar verða af völdum metans sem leitar skyndilega upp á við af því að sífrerinn þiðnar. En enginn veit af hverju metanið springur.
Svipaðir hlutir hafa gerst annars staðar þar sem ís hefur bráðnað, meðal annars á Grænlandi en þó hafa ekki orðið viðlíka sprengingar og hafa orðið í Rússlandi.