fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Bjartsýnn partíhaldari í Hornafirði keypti hljóðkerfi og vildi fá þau beint í partíið – „Ef ykkur tækist þetta yrði það epic“

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 15:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að heiðarleg atlaga hafi verið gerð að Austurlandsmeti í bjartsýni nú síðustu helgi þegar ónefndur partíhaldari á Höfn í Hornafirði pantaði sér hljóðkerfi af fyrirtækinu Soundboks í Reykjavík, og vildi fá þau beint í partíið til sín fyrir austan.

„Sæl, er minnsti möguleiki í heimi að fá hátalara sendann austur á Höfn í Hornafirði? Erum með slappa JBL hátalara og ég var að kaupa Soundboks til að gera partíið aðeins skárra,“ skrifaði partíhaldarinn í tölvupósti til fyrirtækisins. „Ef ykkur tækist þetta yrði það epic,“ bætti hann svo við.

Soundboks birti tölvupóstinn á Facebook síðu sinni í vikunni, með leyfi sendandans. Þar kemur fram að pöntunin hafi verið gerð klukkan 23:30 á föstudagskvöld.

Það gekk þó ekki og þegar hátalarinn skilaði sér var partíið búið. Þá virðist hátalaranum hafa verið snúið við, sendur aftur til Reykjavíkur og skilað. Segja þeir hjá Soundboks að partíhaldarinn bjartsýni hafi þar með orðið sá fyrst til að nýta sér skilaréttinn sem þeir bjóða upp á. „Við erum sammála hr. X. Ef það hefði tekist, hefði það verið epic,“ segir jafnframt í færslunni.

Í samtali við DV segir Gunnar Egill Egilsson, eiganda Soundboks, að honum hafi þótt þetta skemmtileg tilraun. „Við bjóðum upp á mjög snögga heimsendingu, og 100 daga skilarétt. En því miður ekki alveg svona snögga heimsendingu,“ segir hann kíminn.

Færsluna má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi