Héraðssaksóknari hefur ákært Norðmanninn Kaare Nördbö fyrir fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum sem framin voru í rekstri einkahlutafélagsins Concretum Iceland sem nýverið lauk gjaldþrotameðferð. Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, er Kaare sagður hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti að fjárhæð 141,7 milljónum sem fyrirtækið innheimti við rekstur fyrirtækisins á seinni helmingi ársins 2019.
Þá er Kaare ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað fyrirtækinu ávinning af brotum og nýtt þann ávinning í rekstur félagsins.
Saksóknari krefst þess að Kaare verður dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar sem hlýst af rekstri málsins.
DV greindi frá því í mars á þessu ári að aðeins sjö milljónir hafi fengist upp í 219 milljóna kröfur í þrotabú fyrirtækisins Concretum Iceland. Í samtali við DV Jóhannes Karl Sveinsson, skiptastjóri þrotabúsins, að aðeins hafi verið tekin afstaða til forgangskrafna sem reyndust vera 40 milljónir þar sem fyrirséð var að ekkert myndi fást upp í aðrar kröfur.
Ljóst er að Concretum Iceland stóð í ströngu á síðustu árum reksturs síns hér á landi. Árið 2018 velti fyrirtækið um milljarði og rúmum 780 milljónum árið áður. Eignir félagsins umfram skuldir voru árið 2018 um 24 milljónir.