fbpx
Föstudagur 24.janúar 2025
Fréttir

Fangelsisdómur blasir við fyrrum framkvæmdastjóra – Sagður hafa vanrækt að borga rimlagjöldin

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. nóvember 2021 16:00

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann á fimmtugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum við rekstur tveggja fyrirtækja og fyrir peningaþvætti. Er maðurinn sagður hafa vanrækt að standa skil á staðgreiðsluskilagreinum einkahlutafélags um nokkurra mánaða skil á tímabilinu 2017 til 2019. Samanlagt eru svikin þar sögð nema um sjö og hálfri milljón.

Þá er hann jafnframt sagður hafa vanrækt að standa skil á innheimtum virðisaukaskatti við rekstur þess sama fyrirtækis sem nam samkvæmt áætlunum Skattsins tæpum 14 milljónum á árunum 2017 og 2018.

Úr ákærunni má lesa að árið 2019 hafi maðurinn snúið sér að öðru fyrirtæki en haft uppi sama háttalag, þ.e. að skila ekki inn virðisauka- og staðgreiðsluskilagreinum samkvæmt reglum þar um.

Árið 2019 er hann sagður hafa vanrækt að greiða samtals 1,4 milljón í staðgreiðsluskatt til hins opinbera og aðrar 13 milljónir í innheimtan virðisaukaskatt.

Samanlagt námu þannig meint skattsvik mannsins samkvæmt ákærunni rúmum 35 milljónum.

Málið var þingfest nú í nýliðinni viku og er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vigfús Bjarni veiktist alvarlega og lá á gjörgæslu í tvær vikur – „Ég var farinn að berjast fyrir lífi mínu“

Vigfús Bjarni veiktist alvarlega og lá á gjörgæslu í tvær vikur – „Ég var farinn að berjast fyrir lífi mínu“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Í gær

Efnaslys átti sér stað í Reykjanesbæ í dag

Efnaslys átti sér stað í Reykjanesbæ í dag
Fréttir
Í gær

Stefán Einar og sonur hans sluppu með skrekkinn eftir ógnvekjandi lífsreynslu í Urriðaholti – Varar við stórhættulegum aðstæðum

Stefán Einar og sonur hans sluppu með skrekkinn eftir ógnvekjandi lífsreynslu í Urriðaholti – Varar við stórhættulegum aðstæðum
Fréttir
Í gær

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“
Fréttir
Í gær

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra