fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Bústinn bæklingur borgarinnar borinn út um allan bæ

Heimir Hannesson
Laugardaginn 20. nóvember 2021 14:00

Urðunarstaður Sorpu á Álfsnesi. Mynd tengist fréttinni beint. mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttablaðið greindi frá því í gær að Reykjavíkurborg hafi greitt um 12 milljónir fyrir kynningarrit um íbúðauppbyggingu. Bæklingurinn var borinn út í öll hús í borginni.

Fram kemur í frétt Fréttablaðsins að bæklingurinn, eða kynningarritið eins og borgin kallar bæklinginn, hafi verið prentaður í 60.500 eintökum og dreift á rúmlega 60 þúsund heimili. Vísar Fréttablaðið í svar borgarinnar við fyrirspurn sinni.

Svarið hljómar raunar kunnuglega, en þar kemur fram að Athygli hafi séð um vinnslu bæklingsins, ritstjórn, efnis- og myndaöflun, textaskrif, umbrot, frágang og fleira. Greiddi borgin almannatengslafyrirtækinu 3,7 milljónir króna fyrir vinnuna.

Þann 25. nóvember 2020, eða fyrir svo til sléttu ári síðan, sagði DV frá því að borgin hefði greitt 10 milljónir fyrir bæklinginn „Græna planið.“ 3,3 milljónir af þeim 10 sem bæklingurinn kostaði runnu til Athyglis. Sá bæklingur var prentaður í 63,500 eintökum.

Sagði DV jafnframt frá því að bæklingurinn hafi reynst vega 151 grömm og reiknaðist blaðamanni það til að um 9,6 tonn af pappír hafi því verið send inn á heimili íbúa höfuðborgarsvæðisins með óumhverfisvænasta hætti sem hugsast gat, til þess að vekja athygli á umhverfisvænni borg.

Úr samanburði útgáfnanna tveggja má jafnframt ráða nokkra verðbólgu á prentmarkaðnum, því í ár borgaði borgin 3.854.000 kr. fyrir prentunina, en greiddi í fyrra rétt um 2.000.000 kr. fyrir svo til sama upplag. Þó kunna auðvitað aðrir þættir að stýra muninum en verðhækkun, svo sem gæði pappírs, magn litmynda og svo framvegis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum