fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Ekkert fékkst upp í 42 milljóna kröfur í þrotabú félags Eiríks í Omega

Heimir Hannesson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 10:45

Eiríkur Sigurbjörnsson sjónvarpsstjóri á Omega. mynd/Teitur Jónasson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum þrotabús félags Eiríks Sigurbjörnssonar fyrrum eiganda og sjónvarpsstjóra kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar Omega, Global Mission Network ehf., er lokið. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu nú í morgun.

Þar segir að lýstar kröfur í búið hafi verið rúm 41 og hálf milljón.

Fyrir svo til réttum mánuði var Eiríkur dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða 109 milljónir í sekt vegna meiriháttar skattalagabrota. Hluti þeirra skattsvika voru samkvæmt dómnum framin í gegnum umrætt félag Eiríks, Global Mission Network ehf. Mun notkun Eiríks á kreditkortum í nafni félagsins hér heima hafa komið skattrannsóknaryfirvöldum á sporið.

Segir í dómnum að Eiríkur hafi þáð greiðslur frá Omega sem skráðar voru sem skuld Eiríks við félagið. Skatturinn vildi meina að sú skuld væri í raun dulbúnar tekjur Eiríks sem hann hafði ekki greitt tekjuskatt af. Dómarinn féllst á þau rök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Í gær

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt