fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Átök um þvottaherbergi á Álfhólsvegi orðin dýrkeypt og farin í gegnum Landsrétt – Kostnaður hleypur á milljónum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 20:00

Þetta snotra þvottahús tengist efni fréttarinnar ekki beint. mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ósamkomulag íbúa í fjölbýlishúsi á Álfhólfsvegi um hvort þvottaherbergi í húsinu sé í séreign eða sameign hafa undið upp á sig og kostað annan málsaðilann milljónir króna. Þarf hann að greiða hinum málsaðilanum samtals 1,8 milljónir í málskostnað, auk eigin lögmannskostnaðar, og stendur þar að auki frammi fyrir dagsektum vegna framkvæmda í umræddu þvottaherbergi.

Dómur var kveðinn upp í þessu máli í Landsrétti í dag en dómi héraðsdóms hafði verið áfrýjað.

Húsið var byggt sem parhús árið 1952 og skiptist í austurenda og vesturenda. Með nýrri eignaskiptayfirlýsingu fyrir austurenda hússins sem þinglýst var haustið 1987 var þeim hluta hússins skipt í tvo eignarhluta, annars vegar tvær efri hæðir hússins, þar með talinn bílskúr og iðnaðarhúsnæði, sem verði 70,61% alls hússins, og hins vegar þriggja herbergja íbúð í kjallara, sem verði 29,39% hússins.

Annar málsaðilinn keypti kjallaraíbúðina árið 1987 á þeim forsendum að þvottaherbergi í kjallaranum væri hluti af henni. Engu að síður var þvottaherbergið notað af öðrum íbúum hússins árum og áratugum eftir það, hafði enda fyrri eigandi gert samkomulag um það við íbúana.

En í byrjun september árið 2019 setti hann miða á dyr þvottaherbergisins þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann ætti þvottaherbergið einn og skoraði á hina íbúana að taka þvottavélar út úr herberginu. Hóf hann í kjölfarið niðurrif og framkvæmdir í þvottahúsinu.

Kona, sem er eigandi hinnar eignarinnar í húshlutanum, stefndi kjallaraíbúðareigandanum fyrir þetta. Var þess krafist að hann hætti þegar í stað framkvæmdum í þvottaherberginu og færði þar allt í fyrra horf, að viðlögðum dagsektum.

Héraðsdómur féllst ekki á að þvottahúsið teldist séreign eiganda kjallaraíbúðarinnar. Var byggt á því að skilgreining á sameign væri neikvæð, til hennar teldist allt sem ekki væri sérstaklega flokkað sem séreign, og ekki hvíldi sönnunarbyrði á fasteignaeigendum varðandi hvað teldist til sameignar, heldur hvíldi á sönnunarbyrði varðandi skilgreiningar á séreign, orðrétt segir um þetta í dómnum.

„Þannig er hugtakið sameign skilgreint neikvætt miðað við séreign og er sameign meginregla. Eru því jafnan löglíkur fyrir því að umþrætt húsrými og annað sé í sameign. Sameignina þarf ekki að sanna og verður sá sem heldur því fram að tiltekið rými sé séreign sín að bera sönnunarbyrði fyrir þeirri fullyrðingu.“

Í Héraðsdómi var viðurkennt að þvottaherbergið í kjallaranum væri í sameign eigendanna og var eiganda kjallaraíbúðarinnar gert að hætta framkvæmdum og koma sameign í fyrra horf, að viðlögðum dagsektum. Var honum gert að greiða konunni 1,3 milljónir í málskostnað. Landsréttur staðfesti þennan dóm í dag og við bætist að maðurinn þarf að greiða 500 þúsund krónur í áfrýjunarkostnað. Honum er jafnframt skylt að færa sameignina í fyrra horf að viðlögðum 30 þúsund króna dagsektum, sem verða lagðar eftir 30 daga.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu