fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fréttir

Skemmtistaðanauðgarinn finnst ekki – Fékk tvö ár fyrir hrottalega nauðgun og hvarf

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 11:30

mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mahdi Soussi, spænskur ríkisborgari sem árið 2019 var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir hrottalega nauðgun á salerni á veitingastað í Reykjavík, er horfinn af landi brott. Þetta herma heimildir DV. Maðurinn var starfsmaður veitingastaðarins. Dómurinn yfir honum sem féll fyrir að verða tveimur og hálfu ári síðan var í dag auglýstur í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta honum dóminn í persónu.

Í dóminum yfir manninum segir að um miðjan desember 2018 hafi maðurinn elt fórnarlamb sitt inn á salernisbás á veitingastað þar sem hann starfaði, læst hurðinni á eftir sér, snúið konunni við, tekið um brjóst hennar, rifið niður buxur hennar og þvingað hana til samræðis og endaþarmsmaka gegn vilja sínum. Hlaut konan af árásinni þó nokkra áverka auk þess sem hún var síðar greind með áfallastreituröskun. Kemur jafnframt fram í dómnum að sálrænn bati konunnar hafi fyrst verið að hefjast um það leiti sem málið var dómtekið, rúmu hálfu ári eftir árás mannsins.

Maðurinn var handtekinn þetta sama kvöld. Í dómi héraðsdóms voru skýringar Mahdi metnar ótrúverðugar en hann gaf aðrar skýringar fyrir dómi en hann gaf við lögreglu á vettvangi. Framburður konunnar var hins vegar metinn stöðugur og trúverðugur. Þá staðfestu DNA sýni sem tekin voru af líkama konunnar og fötum hennar að sáðfrumur úr manninum væru þar til staðar.

Við ákvörðun refsingar mannsins í héraðsdómi var litið til þess að maðurinn hafi nýtt sér ölvun konunnar auk þess að Mahdi hafi verið starfsmaður skemmtistaðarins. „Nýtti hann aðstöðu sína til illverka og var ásetningur hans einbeittur,“ segir í niðurstöðu dómara. Mahdi fékk þriggja ára fangelsisdóm í héraði.

Landsréttur mildaði síðar þann dóm í tvö ár. Þá var Mahdi dæmdur til þess að greiða brotaþola 1,8 milljón í miskabætur auk sakar- og áfrýjunarkostnað og laun verjanda síns og réttargæslumanns konunnar, samtals um 3 milljónir.

Sem fyrr segir eru nú allar líkur á því að Mahdi Soussi sé flúinn af landi brott. Mahdi sætti farbanni allan þann tíma sem málið var í rannsókn og til meðferðar í héraðsdómi. Hann var því á landinu þegar fyrsti dómurinn var kveðinn upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Örvænting hjá ungmennum og foreldrum þeirra vegna lokunar hjá Janusi endurhæfingu – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Örvænting hjá ungmennum og foreldrum þeirra vegna lokunar hjá Janusi endurhæfingu – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

„Þetta var sko alls ekki það sem ég sá fyrir mér en hann er enn þá þessi jarðtenging og við erum ógeðslega góð saman“

„Þetta var sko alls ekki það sem ég sá fyrir mér en hann er enn þá þessi jarðtenging og við erum ógeðslega góð saman“