fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Fær ekki „ESB CONFIDENTIAL“ öryggisvottun ríkislögreglustjóra vegna 13 ára gamals ofbeldisbrots

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 13:00

Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utanríkisráðuneytið staðfesti í byrjun vikunnar ákvörðun ríkislögreglustjóra um að synja manni um útgáfu öryggisvottunar á grundvelli bakgrunnsskoðunar vegna ofbeldisbrots sem maðurinn var fundinn sekur um árið 2010. Brotið sjálft var framið 2008 og er því nú orðið 13 ára gamalt. Hlaut maðurinn þá 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás.

Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi í nóvember árið 2019 óskað eftir því að ríkislögreglustjóri framkvæmdi svokallaða ESB CONFIDENTIAL öryggisvottun í samræmi varnarmálalög og reglur þar um. Fyllti maðurinn út skriflega beiðni þess efnis á þar til gerðu eyðublaði. Á eyðublaðinu er spurt hvort umsækjandi hafi hlotið dóma áður eða gert lögreglusáttir og svaraði hann því neitandi. Annað kom þó á daginn. Til viðbótar við dóminn frá 2010 hafði maðurinn gengist undir dómsátt árið 1993 vegna þjófnaðar og aðra það sama ár vegna brots á lögum um ávana- og fíkniefni.

Í reglugerð um bakgrunnsskoðanir segir að synja beri útgáfu öryggisvottunar hafi umsækjandi verið dæmdur fyrir „alvarleg brot, svo sem brot á almennum hegningarlögum.“ Óumdeilt var að umsækjandinn hafði verið dæmdur fyrir brot.

Maðurinn hélt því þó fram að það bryti gegn meðalhófsreglu að bera fyrir sig tæplega þrjátíu ára gömlum brotum við íþyngjandi ákvörðun af þessum toga og vísaði til þess að bakgrunnsskoðanir skuli framkvæmdar að minnsta kosti fimm ár aftur í tímann. Þá sagði maðurinn að hann hafi ávallt haldið fram sakleysi sínu hvað ofbeldisbrotið árið 2008 varðaði, og að einn af þremur dómurum í Hæstarétti hafi viljað sýkna hann.

Þrátt fyrir mótbárur mannsins synjaði ríkislögreglustjóri umsókn hans að lokum og kærði maðurinn þá ákvörðun til utanríkisráðuneytisins.

Utanríkisráðuneytið staðfesti ákvörðun ríkislögreglustjóra og benti á mikilvægi þess að litið væri til þjóðréttarlegra skuldbindinga Íslands, en umrædd bakgrunnsskoðun er hluti af alþjóðlegu kerfi öryggisvottana. Utanríkisráðuneytið sagði þó í ákvörðun sinni að þrátt fyrir ákvörðun ráðuneytisins væri manninum frjálst að sækja um aftur „þar sem réttrar upplýsingagjafar er gætt,“ enda yrði þá búið að afmá umræddan dóm úr sakavottorði mannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins
Fréttir
Í gær

Blóðidrifin saga Yms – Stakk föður sinn og banaði móður sinni

Blóðidrifin saga Yms – Stakk föður sinn og banaði móður sinni
Fréttir
Í gær

Grunaður um hrikalegar misþyrmingar á konu – Áverkar meðal annars eftir hníf og hamar

Grunaður um hrikalegar misþyrmingar á konu – Áverkar meðal annars eftir hníf og hamar
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í Mosfellsbæ: Réðst á barn sem var með læti á veitingastað

Sauð upp úr í Mosfellsbæ: Réðst á barn sem var með læti á veitingastað