fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Stefán Þór grunaður um nauðgun og frelsissviptingu í Amsterdam

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 21:00

Stefán Þór Guðgeirsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki liggur fyrir hvort lögregluyfirvöld í Hollandi hafi haft hendur í hári Íslendings sem sætir rannsóknar vegna meints kynferðisafbrots í Amsterdam á dögunum. Í samtali við DV segir Ævar Pálmi Pálmasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, að ekki sé hægt að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Í frétt Mbl.is kemur fram ekk­i hafi verið ákveðið hvort ís­lensk yf­ir­völd taki yfir lög­sögu í mál­inu.

Tvisvar sinnum dæmdur fyrir nauðgun

Samkvæmt heimildum DV heitir hinn grunaði Stefán Þór Guðgeirsson en hann er sakaður um að hafa nauðgað og frelsissvipt íslenska konu í hollensku höfuðborginni. Stefán Þór á langan brotaferil að baki en hann hefur tvisvar sinnum verið dæmdur fyrir nauðgun hérlendis. Hann flutti af landi brott fyrr á árinu eftir væringar í undirheimum Íslands og hefur aðallega haldið til á Spáni.

Árið 2012 var Stefán Þór dæmdur í fimm ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa nauðgað konu sem hann ætlaði að kaupa vændi af en Héraðsdómur hafði áður dæmt hann í fjögurra ára fangelsi. Brotið var framið í september 2009. Í frétt RÚV kom fram að Stefán Þór hefði komið á heimili konunnar og boðið henni 20 þúsund króna greiðslu fyrir vændi. Hann sagði fyrir dómi að konan hefði gengið að því en hún neitaði því alfarið.

Stefán Þór var fundinn sekur um að hafa beitt konuna ofbeldi til að þröngva henni til samræðis og annarra kynferðismaka eftir að hún hafði neitað honum. Hann sló hana með hálskeðju í læri og hótaði að svipta hana vegabréfi hennar auk þess að sprauta úr slökkvitæki. Eftir þetta beitti Stefán Þór konuna ofbeldi til að komast að tölvu hennar sem hann hafði á brott með sér.

Sex árum síðar hlaut Stefán Þór aftur fjögurra ára dóm fyrir að hafa nauðgað unnustu sinni árið 2018. Brotið átti sér stað í desember 2016 en þá þvingaði hann konuna ítrekað til samræðis, endaþarms- og munnmaka, víðs vegar um heimili sitt með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðgun.

Málið vakti talsverða athygli á sínum tíma í ljósi þess að konan dró kæru sína tilbaka í málinu og gaf þá skýringu að það væri best fyrir hana og fjölskyldu hennar. Þrátt fyrir það hélt lögregla áfram rannsókn sinni, sem er sjaldgæft, og fékk meðal annars heimild til að hlera síma konunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“
Fréttir
Í gær

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II
Fréttir
Í gær

Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol

Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol