fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Nota strætó í bólusetningarátaki

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 09:00

Mynd: Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ætlar að taka strætisvagn í notkun og aka um og bjóða upp á bólusetningu gegn kórónuveirunni. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að það verði að ná til óbólusettra.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Óskari að öllum ráðum sé beitt til að veita öllum tækifæri til að komast í bólusetningu.

Á næstunni verður strætisvagn því á ferðinni um götur borgarinnar og stendur fólki til boða að stíga um borð og fá bólusetningu. Vagninn verður staðsettur á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu á mismunandi tímum og geta allir þeir sem ekki hafa verið bólusettir komið og látið bólusetja sig.

„Við erum enn á byrjunarreit en það gæti þá verið þannig að bíllinn eða strætóinn myndi vera fyrir utan vinnusvæði eða bara í Smáralind eða Kringlunni, og þar getur fólk fengið bóluefni,“ er haft eftir Óskari.

89% landsmanna, 12 ára og eldri, eru fullbólusett. Á mánudaginn var hafist handa af miklum krafti við að gefa fólki örvunarskammt en hann á að auka verndina gegn kórónuveirunni enn frekar.

Óskar sagði að með því að nota strætisvagninn verði aðallega reynt að ná til þeirra sem hafa ekki enn fengið neinn skammt af bóluefni. „Númer eitt er bara að ná til sem flestra og minnka útbreiðslu sjúkdómsins og minnka álagið á spítalanum. Það gerum við með því að bólusetja sem flesta,“ sagði hann. Hann sagði að sóttvarnalæknir hafi í samstarfi við aðra gert greiningu á hvaða hópar hafi ekki þegið bólusetningu og verði reynt að fara með strætisvagninn þangað sem auðvelt aðgengi verði að honum fyrir þessa hópa. „Stefnan er að bólusetja alla sem ekki eru bólusettir. Það er mikilvægt og tilgangurinn með þessu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri