Landspítali vekur athygli á miklu álagi á spítalanum sem birtist almenningi meðal annars sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Þar má því búast við langri bið eftir þjónustu sé um vægari slys eða veikindi að ræða.
Álag á spítalann er að öllu jöfnu mikið og í venjulegu árferði er nýting bráðalegurýma um 100% en fer nú yfir það, segir í tilkynningu frá spítalanum.
Á bráðamóttökunni er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika og ef kostur er vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavakt utan þjónustutíma heilsugæslu. Fólk sem leitar á bráðamóttöku vegna vægari slysa eða veikinda má því gera ráð fyrir langri bið eftir þjónustu. Í heimsfaraldri COVID-19 er sérstaklega mikilvægt að almenningur taki tillit til framangreindra aðstæðna á bráðamóttöku, ef mögulegt er.
Í þessu ljósi vekur Landspítalinn athygli á eftirfarandi valkostum:
Læknavaktin í Austurveri við Háaleitisbraut er með opna móttöku alla virka daga kl. 17:00-23:30 og um helgar frá kl. 9-23:30.
Hjúkrunarfræðingar eru á vakt allan sólarhringinn í símum 1770 og 1700 og sinna þar faglegri símaráðgjöf og vegvísun í heilbrigðiskerfinu fyrir allt landið. Sérfræðingar hjá 1770 meta þörf fyrir þjónustu og koma verkefnum í farveg.
Lista yfir fimmtán heilsugæslustöðvar er að finna hérna:
Einkareknar heilsugæslustöðvar eru að auki starfræktar í fjórum hverfum höfuðborgarsvæðisins: