fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Fréttir

Gríðarlegt álag á bráðamóttökunni í Fossvogi – Landspítalinn hvetur þá sem geta að nýta aðra valkosti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 15:38

Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landspítali vekur athygli á miklu álagi á spítalanum sem birtist almenningi meðal annars sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Þar má því búast við langri bið eftir þjónustu sé um vægari slys eða veikindi að ræða.

Álag á spítalann er að öllu jöfnu mikið og í venjulegu árferði er nýting bráðalegurýma um 100% en fer nú yfir það, segir í tilkynningu frá spítalanum.

Á bráðamóttökunni er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika og ef kostur er vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavakt utan þjónustutíma heilsugæslu. Fólk sem leitar á bráðamóttöku vegna vægari slysa eða veikinda má því gera ráð fyrir langri bið eftir þjónustu. Í heimsfaraldri COVID-19 er sérstaklega mikilvægt að almenningur taki tillit til framangreindra aðstæðna á bráðamóttöku, ef mögulegt er.

Í þessu ljósi vekur Landspítalinn athygli á eftirfarandi valkostum:

Kvöld- og helgarvakt Læknavaktar

Læknavaktin í Austurveri við Háaleitisbraut er með opna móttöku alla virka daga kl. 17:00-23:30 og um helgar frá kl. 9-23:30.

Símavakt allan sólarhringinn

Hjúkrunarfræðingar eru á vakt allan sólarhringinn í símum 1770 og 1700 og sinna þar faglegri símaráðgjöf og vegvísun í heilbrigðiskerfinu fyrir allt landið. Sérfræðingar hjá 1770 meta þörf fyrir þjónustu og koma verkefnum í farveg.

19 heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu

Lista yfir fimmtán heilsugæslustöðvar er að finna hérna:

Einkareknar heilsugæslustöðvar eru að auki starfræktar í fjórum hverfum höfuðborgarsvæðisins:

Heilsugæslan Höfða

Heilsugæslan Lágmúla

Heilsugæslan Salahverfi

Heilsugæslan Urðarhvarfi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

World Class hjónin skála í nýja húsinu – Nágrannar óánægðir með snigilshraða á framkvæmdum

World Class hjónin skála í nýja húsinu – Nágrannar óánægðir með snigilshraða á framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kristján lést í hörmulegu slysi á Þingvallavegi – Safnað fyrir eiginkonu hans og syni

Kristján lést í hörmulegu slysi á Þingvallavegi – Safnað fyrir eiginkonu hans og syni
Fréttir
Í gær

Ólafur segir marga misnota veikindaréttinn: „Upp hafa komið hreint ótrúleg mál“

Ólafur segir marga misnota veikindaréttinn: „Upp hafa komið hreint ótrúleg mál“
Fréttir
Í gær

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi