fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Aftur óánægja með umfjöllun Kveiks – „Fengnir með viku fyrirvara í 40 mín „damage control“ -„Þarf allt að veita körlum dagskrárvald yfir öllu?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttaskýringaþátturinn Kveikur var harðlega gagnrýndur í byrjun mánaðar eftir umfjöllun um útilokunarmenningu. Í þættinum sem sýndur var 2. nóvember mátti finna viðtal við leikarann Þóri Sæmundsson sem lýsti reynslu sinni af útilokunarmenningunni eftir að hann sendi ungum stúlkum myndir af getnaðarlim sínum, en upp komst um málið árið 2017 og hefur Þórir átt erfitt uppdráttar síðan.

Viðtalið við Þóri var það eina sem boðið var upp á í umræddum Kveiksþætti en sú framsetning var sögð bæði einhliða og skaðleg þolendum kynferðisofbeldis á Íslandi.

Í gær reyndi Kveikur að bæta úr stöðunni með því að blása til umræðuþáttar um „leiðir til bættar umræðuhefðar og betrunar fyrir gerendur sem ekki eiga heima í réttarvörslukerfinu.“

Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks stýrði umræðunum og fékk til liðs við sit Katrínu Ólafsdóttur aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands,  Þórð Kristinsson mannfræðing og jafningjafræðara,  Ólöfu Töru Harðardóttur stjórnarkonu í baráttuhópnum Öfgum og Sóleyju Tómasdóttur kynja- og fjölbreytileikafræðing.

Eins mátti finna í þættinum innslög frá Eddu Falak, aktívista og fjármálafræðing,  Eiríki Erni Norðdahl rithöfundi og Margréti Valdimarsdóttur, afbrotafræðing og dósent í lögreglufræðum.

Að viðbrögðum netverja við þættinum, þeirra sömu og hvað harðast gagnrýndu þátt Kveiks frá 2. nóvember, að dæma tókst ekki ætlunarverkið að rétta hlut þolenda í umræðunni og er Kveikur áfram gagnrýndur fyrir gerendameðvirkni.

Þolendur fá ekki sama vægið í umræðuna

Varla var sýningu þáttarins lokið þegar einn viðmælendanna, Ólöf Tara, hafði gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún lýsti vonbrigðum sínum.

„Það sem mér var ætlað að ræða var alveg skautað framhjá. Upphaflega var mér ætlað að tala um þetta meinta gráa svæði og útfrá því hvernig gerendur eiga afturkvæmt.

Strax í upphafi þáttar eru orð mín tekið úr samhengi.Ég er strax í upphafi gerð að einhverjum bandamanni gerenda í þessari umræðu.“

Hún sagði Kveik ekki hafa tekist að bæta hlut þolenda eftir sýningu viðtalsins við Þóri. Þessi þáttur gerði fyrri þættinum engin góð skil.

Alltof margir viðmælendur með alltof lítinn tíma til að klára heila hugsun.

Við sjáum það bersýnilega að þolendur fá ekki sama vægið í umræðuna og þessi þáttur svo sannarlega sýndi það og sannaði.

Á meðan meintur gerandi fékk orðið í 35 mínútur, fengum við rúmlega 35.mínútur til þess að reyna draga úr skaðanum sem fyrri þáttur olli.

Áfram gakk með þessa baráttu.“

 

Hversu marga vonda þætti?

Einhverjir veltu fyrir sér hvort að Kveikur ætli að gera enn fleiri „vonda þætti“ um þetta málefni . Hins vegar hafi Sóley Tómasar, og Ólöf tara staðið sig vel

Sársauki þolenda

Þátturnn var einnig gagnrýndur fyrir að leggja áherslu á sársauka gerenda fremur en að taka tillit til sársauka þolenda sem hljóti að vera meira enda var brotið á þeim.

Dagskrárvald karla

Aftur var Kveikur gagnrýndur fyrir meðvirkni í garð gerenda. Þáttastjórnandi, Þórar Arnórsdóttir, hafi ítrekað brýnt fyrir viðmælendum að sýna gerendum mildi en ekki gert sömu kröfuna fyrir hönd þolenda.

Ekki nægur tími fyrir viðmælendur

Kveikur var gagnrýndur fyrir að gefa hverjum viðmælenda of skamman tíma, en þátturinn er aðeins 40 mínútur að lengd sem hafi ekki verið nægur tími til að fara nægilega ítarlega í málið.

Gerendur þurfa að taka ábyrgð

Margir bentu á að það sé ósanngjörn krafa á þolendur að þeir hlífi gerendum við óvæginni umræðu þegar þeir sjálfir séu ekki tilbúnir að axla ábyrgð á brotum sínum.

Fokk við þurfum að gera annan þátt

Einn viðmælanda þáttarins, Edda Falak, staðfesti á Twitter að þátturinn hafi verið skipulagður EFTIR gagnrýnina á viðtalið við Þóri Sæmundsson.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum