fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Þórhallur segir að Jón Ásgeir hafi séð að sér og beðist afsökunar – „Vorum bara fram á nætur að svara allskonar ásökunum“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 21:30

Smasett mynd: Þórhallur Gunnarsson og Jón Ásgeir Jóhannesson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Gunnarsson, fram­kvæmda­stjóri miðla hjá Sýn, fór yfir langan ferill í fjölmiðlum í hlaðvarpsviðtali í þættinum Farðu úr bænum, en þátturinn kom út í dag.

Þórhallur sagði meðal annars frá því þegar hann vann að umfjöllun um Baugsmálið fyrir Kastljós á árum áður. Í kjölfar fréttaflutningsins segir hann að margir lögmenn tengdir Baugi hafi lagst í herferð gegn umfjölluninni, en að mörgum árum seinna hafi Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Baugs, beðist afsökunar. Hann segir þó að sú afsökunarbeiðni hafi aldrei komið fram opinberlega.

Þórhallur vann fréttaskýringuna ásamt Sigmari Guðmundssyni, en hann segir að hún hafi tekið á.

„Eftir þessa umfjöllun voru flestir lögmenn landsins, sem voru á mála hjá Baugi, að skrifa allskonar greinar í öll dagblöðin að véfengja þessa frásögn. Þannig að ég og Sigmar vorum bara fram á nætur að svara allskonar ásökunum og ósannindum.“ segir Þórhallur og nefnir sem dæmi grein sem Jón Ásgeir skrifaði:

„Meðal annars sagði Jón Ásgeir þau ósannindi í opnu bréfi í Morgunblaðinu að ég væri tengdur Jóni Gerhaldi [Sullenberger], sem var einn aðalmaðurinn í Baugsmálinu, og að ég hefði sjálfur verið í þessari snekkju í Flórída.“ segir hann og bætir við: „Mér var mjög miður að hann skyldi hafa sagt ósatt þarna, sérstaklega þar sem ég hafði aldrei komið til Flórída, og því ekki komið í þessa snekkju.“

Sagði Þórhallur að síðar hafi Jón séð að sér. „Hann bað mig afsökunar seinna, en hefur aldrei gert það opinberlega, en ég lét það duga.“

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtal Kötu Vignisdóttur við Þórhall Gunnarsson, en þar fjallar hann um ferill sinn og fer um víðan völl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Grátbiðja bæjarstjórn Reykjanesbæjar um að endurskoða áform sín

Grátbiðja bæjarstjórn Reykjanesbæjar um að endurskoða áform sín
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ljósmyndavél Útlendingastofnunar „flóknasta maskína landsins“

Ljósmyndavél Útlendingastofnunar „flóknasta maskína landsins“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Óhugnaður í Grafarvogslaug – Meintur barnaníðingur ákærður

Óhugnaður í Grafarvogslaug – Meintur barnaníðingur ákærður
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“
Fréttir
Í gær

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Leigusali í Grindavík vildi ekki gefa eftir leiguna þar sem vel væri hægt að búa í bænum

Leigusali í Grindavík vildi ekki gefa eftir leiguna þar sem vel væri hægt að búa í bænum