fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Sprenging í pakkasendingum – Jólavertíð Póstsins hefst með Makalausa deginum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 13:45

Ósk Heiða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stóru netverslunardagarnir makalausi dagurinn (e. Singles‘ Day), svarti föstudaginn, (e. Black Friday) og stafrænn mánudagur (e. Cyber Monday) eru að festa sig rækilega í sessi hjá Íslendingum sé tekið mið af reynslu starfsmanna Póstsins. Makalausi dagurinn, sem varð alþjóðlegt fyrirbæri fyrir tilstilli kínverska verslunarrisans Alibaba, er orðinn alstærsti dagur ársins í netverslun og markar hann nú upphaf jólavertíðar Póstsins. Framundan eru svo svartur föstudagur sem ber upp á 26. nóvember í ár og stafrænn mánudagur þann 29. nóvember. Á öllum þessum dögum gefa netverslanir jafnan góðan afslátt af úrvali vara og geta neytendur gert góð kaup fyrir jólin.

Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu og markaða hjá Póstinum, segir að sprenging hafi orðið í pakkasendingum innanlands undanfarin áratug samhliða breyttri kauphegðun. Covid-19 jók netverslun enn frekar og segir Ósk Heiða Póstinn leggja mikla vinnu í að bregðast við auknu álagi á hátíðunum framundan.

„ Það er mikill hasar og fjör hjá okkur í kringum alla stóru netverslunardaga en Makalausi dagurinn var algjör sprengja hjá okkur í fyrra, enda fyrstu covid jólin og mjög margir að færa viðskipti sín yfir í netverslun fyrst þá. Við lærðum af reynslunni í fyrra og vorum vel undirbúin núna. Það var frábært að að sjá hvað það var góður gangur í þessu hjá okkur og allt gekk vel. Við vorum með starfsfólk að vinna úr pakkaflóðinu alla helgina og við erum svo sannarlega klár í vertíðina framundan. Við erum að fylla mjög ört á Pakkaport og Póstbox en þau síðarnefndu eru opin allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Við hvetjum fólk til að sækja sendingarnar sínar fljótt svo hægt sé að koma sem flestum sendingum út og fleiri geti sótt sendingar sínar fljótt og örugglega,“ segir Ósk Heiða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Grátbiðja bæjarstjórn Reykjanesbæjar um að endurskoða áform sín

Grátbiðja bæjarstjórn Reykjanesbæjar um að endurskoða áform sín
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ljósmyndavél Útlendingastofnunar „flóknasta maskína landsins“

Ljósmyndavél Útlendingastofnunar „flóknasta maskína landsins“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Óhugnaður í Grafarvogslaug – Meintur barnaníðingur ákærður

Óhugnaður í Grafarvogslaug – Meintur barnaníðingur ákærður
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“
Fréttir
Í gær

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Leigusali í Grindavík vildi ekki gefa eftir leiguna þar sem vel væri hægt að búa í bænum

Leigusali í Grindavík vildi ekki gefa eftir leiguna þar sem vel væri hægt að búa í bænum