Vinnuslys varð í hverfi 105 í Reykjavík í dag er maður féll af húsþaki. Ekki er vitað um meiðsli mannsins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Þar kemur einnig fram að óvelkominn maður var í stigagangi í húsi í Vesturbænum og var honum vísað út.
Tilkynnt var um innbrot í bíl í Kópavogi og var stolið verkfærum. Ekki kemur meira fram um málið í dagbók lögreglu.