fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fréttir

LEX lögmannsstofa tvísaga í svörum – Viðurkenna að mögulega hafi ekki rétt verið brugðist við máli Helga

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 19:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Telma Halldórsdóttir, lögmaður, rifjaði um helgina upp frásögn sem hún hafði ritað fyrir hönd vinkonu sinnar heitinnar, Kristínar Björgu Pétursdóttur, þegar konur úr réttarvörslukerfinu birtu frásagnir sínar árið 2017 í fyrstu #metoo-bylgjunni. Kristín lenti í kynferðislegri áreitni sem nýútskrifaður lögfræðingur árið 1999, en heimildir DV herma að gerandi hennar hafi verið Helgi Jóhannesson, fyrrum yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, og að vinnustaðurinn hafi verið lögmannsstofan LEX þar sem Helgi starfaði rúm þrjátíu ár sem lögmaður og eigandi.

Sjá einnig: Þetta er #metoo sagan sem sögð er fjalla um fráfarandi yfirlögfræðing Landsvirkjunar – „Gerðu lítið úr henni, sögðu hana athyglissjúka og ljúga“

Telma ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar í kvöld og lýsti þar framkomu Helga í garð vinkonu sinnar, Kristínar Björgu Pétursdóttur sem átti sér stað árið 1999.

„Þegar hún er tiltölulega nýbyrjuð þá erum við að skemmta okkur þá stingur hann tungunni upp í eyrað henni og grípur í brjóstin á henni fyrir framan mig og annan vin okkar. Okkur bregður rosalega og hún bara: Æj hann er bara svona, og gerði ekki mikið úr þessu en þetta svona stigmagnaðist. Svo kemur það til að hún er á einhverri skemmtun hjá stofunni og þá fer hann með hana inn á skrifstofu og skellir henni þar á borðið og vill stunda kynlíf með henni.“ 

Telma segir málið hafa hvílt þungt á sér í 20 ár. Þegar Kristín leitaði til yfirmanna undan framkomu Helga hafi málalyktir orðið þær að henni var sagt upp á meðan Helgi gat áfram starfað hjá LEX. Halla fór undan fæti í lífi Kristínar eftir þetta, en hún hafði verið gríðarlega efnileg, og lést hún árið 2010 aðeins 36 ára að aldri.

„Ég held að þú myndir ekki sjá svona rægingaherferð í dag þar sem ung kona kemur fram með svona ásökun og það eru komnar sögur út um allt að hún sé lygasjúk, athyglissjúk. Ég vil eiga samtal og ég vil að við ræðum bara gagngert hvernig er tekið á þessum málum frá AÖ.“

Telma segist líta á málið sem réttlætismál hvað Krístíni varðar.

„Þetta er mál sem hefur hvílt þungt á mér í tuttugu ár. Og mörgum vinum Kristínar. Ég hef fengið símtöl úr ólíklegustu áttum frá fólki sem spyr sig: Af hverju stóð ég ekki betur við bakið á henni þegar þetta gerist? Af hverju trúði ég því sem var sagt um hana á sínum tíma? Þannig að fyrir mér er þetta réttlætismál hvað hana varðar.“

LEX tvísaga í svörum til fjölmiðla

LEXlögmannssstofa viðurkenndi í svari við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar að mögulega hafi ekki verið brugðist rétt við þegar málið kom upp á sínum tíma. Vísuðu þeir í svörum til þess að í dag séu ekki margir starfsmenn stofunnar sem hafi verið starfandi þegar málið kom upp. Viðbrögðin hafi verið í samræmi við verkferlum sem þá voru í gildi og mun stofan kanna hvort að fleiri slík mál hafi komið upp á starfstíma Helga hjá stofunni.

Þetta er ekki í samræmi við svör sem DV fékk fyrr í dag þegar framkvæmdastjóri LEX, Örn Gunnarsson, sagði ekki rétt að hann væri að  tjá sig um atvik sem hafi átt sér stað fyrir svona löngu síðan og varði konu sem í dag er látin.

„Ég held ég geti lítið sagt. Þetta er náttúrulega bara látin manneskja sem að er erfitt að rifja upp um – vera að rifja eitthvað upp langt um liðið þannig að það væri bara ekki viðeigandi gagnvart hennar minningu að rifja eitthvað upp um það.“

Aðspurður um hvort að fleiri kvartanir um áreitni af hálfu Helga hafi borist stjórnendum LEX sagði Örn:

„Við erum ekki að svara spurningum um einstaka starfsmenn.“

Sjá einnig: Lögmannsstofan LEX neitar að svara hvort fleiri hafi kvartað undan Helga Jóhannessyni

Eftirfarandi yfirlýsingu fékk fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar frá LEX.

„LEX lögmannstofa tekur frásagnir um áreiti á vinnustað mjög alvarlega. Þeir atburðir, sem vísað er til í umræddri frásögn, áttu sér stað fyrir 22 árum. Á LEX starfa í dag um 60 starfsmenn, en fáir þeirra voru við störf hjá félaginu á þessum tíma.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem núverandi stjórnendur hafa aflað um málið var brugðist við í samræmi við þá verkferla sem þá voru til staðar. Þegar litið er tilbaka má velta fyrir sér hvort brugðist hafi verið nægjanlega vel við málinu.

Núverandi stjórn LEX hyggst efna til sérstakrar skoðunar á því hvort einhver óupplýst mál kunni að hafa átt sér stað hjá fyrirtækinu á síðustu árum.

LEX tekur skýra afstöðu gegn hvers konar áreitni og kynferðislegu ofbeldi.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri