fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Barnsmóður fanga á Litla-Hrauni vísað frá með grátandi börn því hún var með ranga tegund af covid-prófi – „Þetta var bara ömurleg upplifun“

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 20:28

Fangelsið að Litla Hrauni. Ljósmynd/Vilhelm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnsmóður manns sem situr inni á Litla-Hrauni var í dag vísað frá þegar hún ætlaði að heimsækja manninn, ásamt þriggja og fimm ára börnum þeirra, þar sem hún framvísaði neikvæðu sjálfsprófi en ekki neikvæðu PCR-prófi.

„Þetta var bara ömurleg upplifun,“ segir konan sem þurfti að fara með börnin grátandi í burtu og skilningsvana á því af hverju þau mættu ekki fara inn til að heimsækja pabba sinn eins og venjulega. Konan hafði tekið sér frí í vinnunni og tekið börnin snemma úr leikskólanum til að fara á Litla-Hraun en þau eru búsett á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn fær vikulega heimsókn frá barnsmóður sinni og börnunum. Þau eiga þrjú börn saman en það elsta er í grunnskóla, og er hún fegin að hafa ekki tekið það úr skólanum í dag.

Breytingar með skömmum fyirvara

Hún fékk þær upplýsingar frá manninum fyrir helgi að hún þyrfti að framvísa neikvæðu hraðprófi til að geta komið í heimsókn, en reglum um heimsóknir var breytt með stuttum fyrirvara eftir að COVID-smit greindist hjá fangaverði á miðvikudag og þurftu átta fangaverðir að fara í sóttkví.

Þá var tilkynnt að engar heimsóknir yrðu heimilar um helgina en eftir helgina þyrftu gestir yfir 18 ára aldri að framvísa neikvæðu hraðprófi sem væri ekki eldra en 48 stundir.

Móðir mannsins sem er nú farin í löngu planaða ferð til útlanda gat því ekki heimsótt hann um helgina eins og áætlað var, en hún hefur komið aðra hverja helgi.

Þegar DV hafði samband við Litla-Hraun fengust þau svör að heimsóknir hefðu að mestu gengið áfallalaust fyrir sig þrátt fyrir þessar nýju reglur sem settar voru í skyndi en hugsanlega hafi komið upp misskilningur í einhverjum tilfellum.

Röng tegund af prófi

Maðurinn segist hafa spurt hvort það væri nóg að koma með próf eins og þau sem seld eru í Bónus, svokölluð sjálfspróf, og hann hafi fengið þær upplýsingar munnlega að það væri í góðu lagi. Barnsmóðir hans kom því með slíkt próf, með neikvæðri niðurstöðu, auk kvittunar fyrir kaupum á prófinu til að sýna hvenær hún keypt það.

„Mér finnst ótrúlega ósanngjarnt að það bitni á föngum og fjölskyldum þeirra að fangavörður hafi smitast. Fangaverðirnir fá að taka sjálfspróf áður en þeir mæta í vinnuna en það er ekki nóg fyrir þá sem vilja koma í heimsókn,“ segir hann.

Hann viðurkennir að hafa orðið bálreiður þegar börnunum hans var meinað að heimsækja hann og segir fangaverði hafa sagt honum að hann yrði að róa sig, með undirliggjandi hótun um að hann færi annars í einangrun. „Ef það er eitthvað sem skiptir mann máli þá eru það börnin manns. Þau hafa ekki gert neitt af sér,“ segir hann.

Spennt að hitta pabba

Barnsmóðir hans segir það hafa tekið á að hafa verið vísað burt með börnin. „Þau þekkja mig alveg þarna. Ég hef farið samviskusamlega eftir öllum reglum og aldrei verið með neitt vesen. Ég er bólusett, með neikvætt próf og kvittun upp á að ég hafi keypt það.  Hann fær þær upplýsingar að þessi próf séu nóg og ég hef það síðan frá honum. Sök sé ef þetta hefði bara verið ég, en ég var komin á staðinn með tvö lítil börn sem hlökkuðu til að hitta pabba sinn. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að segja við þau. Sú yngsta skildi auðvitað ekkert en sá eldri spurði hvort þetta væri út af covid. Heimferðin var sannarlega ekki skemmtileg.“

Hún segir að sér hafi verið bent á að taka PCR-próf og koma aftur í heimsókn á morgun. „Ég hef einfaldlega ekki tök á því að koma á morgun. Þau töluðu bara eins og það væri sjálfsagt mál að taka sér frí úr vinnu og taka börnin úr sínum skólum.  Síðan tekur það sinn tíma að keyra þangað. Það er stór pakki að fara í þessar heimsóknir.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Grátbiðja bæjarstjórn Reykjanesbæjar um að endurskoða áform sín

Grátbiðja bæjarstjórn Reykjanesbæjar um að endurskoða áform sín
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ljósmyndavél Útlendingastofnunar „flóknasta maskína landsins“

Ljósmyndavél Útlendingastofnunar „flóknasta maskína landsins“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Óhugnaður í Grafarvogslaug – Meintur barnaníðingur ákærður

Óhugnaður í Grafarvogslaug – Meintur barnaníðingur ákærður
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“
Fréttir
Í gær

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Leigusali í Grindavík vildi ekki gefa eftir leiguna þar sem vel væri hægt að búa í bænum

Leigusali í Grindavík vildi ekki gefa eftir leiguna þar sem vel væri hægt að búa í bænum