fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Kolbrún segir óviðunandi hvernig Reykjavíkurborg fer með fé almennings – „Hundruð millj­óna eru flog­in út um glugg­ann“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 15. nóvember 2021 20:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú­ver­andi borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluti unir sér vel í berg­máls­helli og á þar inni­halds­ríkt sam­tal við sjálf­an sig. All­ir virðast sam­mála og í slíku hóp­lyndi er auðvitað eng­in þörf á jarðsam­bandi við borg­ar­búa varðandi meðferð á fjár­mun­um þeirra.“

Svona hefst pistill sem Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, skrifar en pistillinn var birtur í Morgunblaðinu í dag. Í pistlinum fer Kolbrún yfir stafræn verkefni borgarinnar og peninginn sem borgin hefur eytt í þau. Hún segir að verið sé að leika með fjármuni almennings.

„Til dæm­is er óviðun­andi að horfa upp á hvernig þjón­ustu- og ný­sköp­un­ar­svið Reykja­vík­ur­borg­ar (ÞON) hef­ur farið með pen­inga borg­ar­búa í þeim sta­f­rænu verk­efn­um sem borg­in vill koma á lagg­irn­ar. Marg­ar þess­ara sta­f­rænu lausna, sem flest­ar eru enn í vinnslu, eru auk þess ekki bráðnauðsyn­leg­ar og hefðu getað beðið betri tíma. Dæmi um slík verk­efni eru raun­tíma­töl­ur sundlauga­gesta og ferla­teikn­inga­kerfi.“

Kolbrún segir að þessi stafræna umbreytingarvinna hafi staðið yfir í mörg ár en sé samt „illa skilgreind“ og „ómarkviss“. Hún segir „ævintýralega háar upphæðir“ hafa farið í verkefnið og að ekki sé búið að réttlæta eyðsluna með ávinningi. „Tug­ir eða hundruð millj­óna eru flog­in út um glugg­ann, meðal annars í óskil­greinda ráðgjöf frá er­lend­um og inn­lend­um fyr­ir­tækj­um. Og enn stefn­ir í gríðarlega eyðslu. Á ár­inu 2022 eru út­gjöld ÞON ætluð 4,5 milljarðar króna en tekj­ur 1,5 milljarðar króna,“ segir hún í pistlinum.

Segir óþarfi að finna hjólið upp á nýtt

Kolbrún segir að stafræn umbreyting sé nauðsynleg en að það skipti máli hvaða leiðir séu farnar. „ÞON virðist hafa leiðst út í stefnu­lausa þenslu. Ráðnir hafa verið sér­fræðing­ar í óskil­greinda til­rauna­starf­semi í stað þess að nýta þær lausn­ir sem fyr­ir hendi eru. Til dæm­is hefði verið eðli­legt að leita strax í upp­hafi til Sta­f­ræns Íslands eft­ir sam­vinnu. Flest­ar þess­ar sta­f­rænu snjall­lausn­ir eru þegar komn­ar í virkni ann­ars staðar og því óþarfi að finna hjólið upp á nýtt!“ segir hún.

„Ýmsu há­fleygu er fleygt fram svo sem að „verk­efnið leiði borg­ina inn í sta­f­ræna framtíð og sé af þeirri stærðargráðu sem eigi sér fáar hliðstæður hér á landi“. En raun­veru­leik­inn bein­ir sjón­um okk­ar annað. Fleiri en ég hafa stigið fram og gert at­huga­semd­ir við aðferðafræði ÞON, þar á meðal Sam­tök iðnaðar­ins og Sta­f­rænt Ísland, sem býður upp á sam­vinnu og sam­starf um fjöl­marg­ar ra­f­ræn­ar lausn­ir eins og Mín­ar síður sem og boð um að Reykja­vík­ur­borg komi inn í til­boð vegna hug­búnaðarleyfa Microsoft á veg­um Rík­is­kaupa.“

10 milljarðar eignfærðir

Undir lok pistilsins vekur Kolbrún athygli á því að 10 milljarða kostnaður við stafræna umbreytingu á stjórnsýslu borgarinnar er eignfærður í stað þess að færast beint á rekstrarreikning.

„Margt af hinni sta­f­rænu umbreyt­ingu snýst ósköp ein­fald­lega um að inn­leiða ný vinnu­brögð. Benda má á að al­mennt er farið mjög var­lega í að eign­færa tölvu­búnað vegna þess hve hratt þarf að endur­nýja búnaðinn. Hann er víðast hvar met­inn sem rekstrar­kostnaður og færður til gjalda á viðkom­andi ári. Ég hef því óskað eft­ir því að reikn­ings­skila- og upp­lýs­inga­nefnd sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­is­ins skoði þetta mál,“ segir hún.

Þá segir Kolbrún að á morgun, þriðjudaginn 16. nóvember, muni hún leggja fram tillögu um að borgarstjórn samþykki að gera breytingar á skipuriti og innra skipulagi þjón­ustu- og ný­sköp­un­ar­sviðs Reykja­vík­ur. Hægt verður að skoða tillöguna ásamt greinar­gerð á heimasíðu Kolbrúnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Í gær

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar