fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Dóttir hennar kom grátandi af Sælukoti – Rekstrarstjórinn stóð með starfsmanninum því „hann grét svo mikið þegar hún talaði við hann“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 15. nóvember 2021 19:36

Leikskólinn Sælukot. Mynd/Heiða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá fyrr í dag hefur starfsmaður á leikskólanum Sælukoti verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barni. Móðir stúlku sem var í leikskólanum tilkynnti brotið en starfsmaðurinn starfaði þrátt fyrir það áfram á leikskólanum. Móðirin kærði starfsmanninn á endanum en hún ræddi nánar um málið við Vísi.

Móðirin segir að fyrsta atvikið hafi átt sér stað í september í fyrra, þá var dóttir hennar aðeins þriggja ára gömul. Móðirin segir rekstraraðila leikskólans hafa ákveðið að yfirheyra dóttur sína vegna málsins og að niðurstaðan í því hafi verið sú að um draum hafi verið að ræða.

„Svo nokkrum vikum seinna sæki ég barnið í leikskólann og hún kemur inn í bíl grátandi og segir mér frá því að hún vilji ekki knúsa þennan starfsmann og að rekstraraðilinn hafi látið hana knúsa hann. Hljómaði eins og að hún hafi verið að láta þau sættast,“ segir móðirin í samtali við Vísi.

Sjá einnig: Starfsmaður leikskólans Sælukots kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni – Amman segir barnið hafa lært kynferðislega hegðun af manninum

Dóttir hennar byrjaði að sýna kynferðislega hegðun í sumar en hún sagðist hafa lært hegðunina af starfsmanninum. Móðirin tilkynnir málið þá til barnaverndar en það var í annað sinn sem hún gerir það. Hún fór þá fram á að starfsmaðurinn yrði sendur í leyfi á meðan verið var að rannsaka málið.

Starfsmaðurinn var í kjölfarið sendur í leyfi en rekstrarstjóri leikskólans hringdi reglulega í móðurina til að athuga hvort starfsmaðurinn mætti koma aftur í vinnuna. „Á meðan er hún að hringja í mig nánast daglega og spurja hvenær hann megi koma aftur í vinnuna og hann sé svo þunglyndur yfir þessu öllu saman. Segir að hann gæti ekki hafa gert þetta því hann grét svo mikið þegar hún talaði við hann.“

Dóttir hennar sagði frá alvarlegasta atvikinu í sumar og í kjölfarið ákvað móðirin að taka hana úr leikskólanum. Hún kærði málið þá til lögreglu og sagði öðrum foreldrum í skólanum hvað hafði gerst. Foreldrar barna í leikskólanum vilja þá að haldinn sé foreldrafundur vegna málsins.

„Þar meðal annars koma fram nýjar reglur um að það megi ekki kyssa börnin á munninn og að starfsfólk megi ekki fara eitt af lóðinni með börnin.“

Sjá einnig: Sláandi frásagnir um starfsemi leikskólans Sælukots – „Hvernig stendur á því að svona sé leyft að viðgangast á Íslandi?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins