fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Sláandi frásagnir um starfsemi leikskólans Sælukots – „Hvernig stendur á því að svona sé leyft að viðgangast á Íslandi?“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 22:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum starfsmenn leikskólans Sælukots á Þorragötu í Reykjavík, sem og aðstandendur barna sem hafa dvalið þar skora á yfirvöld að láta til sín taka í málefnum leikskólans sem þau segja í miklum ólestri. Frá þessu greinir Mannlíf og birtir bréf sem meðal annars er stílað á barnamálaráðherra, Barnavernd Reykjavíkurborgar, Ríkislögreglustjóra og Umboðsmann barna.

Óboðlegar aðstæður

Í bréfinu er greint frá óboðlegum aðstæðum sem starfsmönnum sem og börnum er boðið upp á. Til að mynda sé of hátt hlutfall barna á hvern starfsmann sem gerir það að verkum að slysatíðni er há. Eins sé börnum boðið upp á mjólkurafurðir, þó leikskólinn sé auglýstir sem grænkera leikskóli og jafnvel þó börn séu með mjólkurofnæmi. Og að auki séu matarskammtar oft af skornum skammti bæði fyrir börnin sem og starfsmennina.

Starfsmenn séu margir af erlendu bergi brotnir og ekki meðvitaðir um kjarasamningsbundin réttindi sín sem eru sögð ítrekað brotin. Eins er bent á að starfsmaður leikskólans sem sakaður var um kynferðisbrot hafi verið látinn vera einn með börnum eftir að ásakanirnar komu fram og voru aðrir starfsmenn ekki upplýstir um málið fyrr en um það var fjallað í fjölmiðlum löngu síðar.

Engar umbætur þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir

Í bréfinu kemur einnig fram að starfsmenn hafi frá árinu 2014 reynt að fá rekstraraðila leikskólans til að bregðast við en án árangurs. Ítrekað hafi verið leitað til borgaryfirvalda eftir liðsinni en það hafi engan árangur borið, heldur þvert á móti hafi leikskólinn fengið leyfi til að fjölga leikskólaplássum. Fyrst hafi verið kvartað til borgarinnar árið 2016 og pláss þá verið 47, en þau hafi verið 39 árið áður. Á síðasta ári hafi plássin verið orðin 72.

Hvar er eftirlitið?

Með bréfinu fylgja frásagnir fyrrum starfsmanna þar sem þeir lýsa ógnarstjórn, kvíða, undirmönnum, skort á faglegri þekkingu, andlegu ofbeldi, hættulegum vinnuaðstæðum og áreitni rekstraraðila utan skilgreinds vinnutíma, svo dæmi séu tekin. Í einni frásögninni segir:

„Öryggi barnanna á leikskólanum var og er að mínu mati ógnað og þar urðu óþarfa slys sem má rekja til ofangreindra aðstæðna. Þrátt fyrir ítrekuð samtöl, fundi og ábendingar um vankanta og mögulegar úrbætur þá voru engar aðgerðir gerðar af höndum stjórnenda. Alvarlegast þykir mér þó, hvar er eftirlitið? Hvernig stendur á því að svona sé leyft að viðgangast á Íslandi?“

Létu barn faðma geranda sinn

Eins fylgdu bréfinu frásagnir foreldra sem voru með börn á Sælukoti. Greina þeir frá að börn þeirra hafi upplifað vanlíðan, komið heim illa til höfð með bleyjubruna, áverka og bitför sem starfsmenn gátu ekki útskýrt. Sumar frásagnirnar eru verulega sláandi.

Eitt foreldrið greinir frá eftirfarandi atviki:

„Einn daginn stóð dóttir mín ekki í lappirnar og gat ekki gengið nema meðfram húsgögnum ég fór með hana á Barnaspítalann og þar var ég spurð hvort hún hafði fengið höfuðhögg. Þá kom í ljós að hún hafði fengið höfuðhögg á leikskólanum en eins og áður hafði enginn látið okkur vita.“

Sama barn greindi síðar frá kynferðisofbeldi starfsmanns á leikskólanum sem var tilkynnt barnaverndarnefnd. Rekstraraðili hafi þó látið 3ja ára barnið setjast niður með geranda sínum, sættast við hann og faðma.

„Það fékk gríðarlega mikið á dóttur mína og var hún í miklu uppnámi eftir að hún sagði mér frá því. Seinna kemst ég að því að meintur gerandi er í afleysingum á deildinni hennar og með henni í útiveru.“

Meintum geranda hafi ekki verið vikið úr starfi fyrr en foreldrar þolanda greindu öðrum foreldrum frá.

„Það síðasta sem fyllti algjörlega mælinn hjá mér var að rekstraraðilinn sýndi foreldrum barna á leikskólanum trúnaðarskjöl frá Barnaverndarnefnd sem innihéldu nákvæma lýsingu af annarri frásögn dóttur minnar sem er hennar einkamál. Þetta er algjört brot á persónuvernd og skýrt brot á rétti barnsins.“

Frásagnirnar eru fjölmargar og sumar, líkt og foreldrisins hér að ofan, eru mjög sláandi. Þær má lesa í ítarlegri umfjöllun Mannlífs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Í gær

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar