Þrátt fyrir heldur rólega nótt þurfti lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu að hafa einhver afskipti af einstaklingum undir áhrifum áfengis og fíkniefna sem og fyrir líkamsárásir. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Maður í miðbænum í annarlegu ástandi fékk að dúsa í fangaklefa eftir að hafa ítrekað reynt að stofna til slagsmála. Lögregla reyndi að ræða við manninn á vettvangi en án árangurs. Hann fékk því að sofa úr sér í fangaklefanum þar til hann er samræðuhæfur.
Fjórir ökumenn voru staðnir að því aka undir áhrifum í nótt, einn þeirra reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum en lögregla hafði þó hendur í hári hans og fékk hann að verja nóttinni í fangaklefa.
Maður var handtekinn í Hlíðum fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og eignaspjöll og fékk hann að dúsa í fangaklefa.
Einnig var maður handtekinn í Garðabæ vegna líkamsárásar og var í kjölfarið vistaður í fangaklefa.
Í Kópavogi rann bifreið úr bifreiðastæði og endaði á ruslageymslu. Engin slys urðu á fólki en bifreið og ruslageymsla eru eitthvað tjónuð eftir óhappið.